Til styrktar ungmennum
Treystið Drottni
Til styrktar ungmennum, júlí 2025


Frá ungmennum

Treystið Drottni

stúlka

Myndskreyting: Katelyn Budge

Þegar systurtrúboðarnir kenndu fjölskyldu minni fyrst um sáluhjálparáætlunina eftir lát föður míns, hafði ég stundum áhyggjur og vissi ekki hvort ég trúði á hana. Bræður mínir voru þó rólegir og hjálpuðu mér að trúa og hugsa ekki of mikið um allt.

Stundum finnst mér ég ekki sterk í kirkjunni. En ef það er eitthvað sem ég hef áhyggjur af eða vandamál sem ég glími við, reyni ég alltaf að hugsa eitt: Treystu Drottni. Hann leiðir mig þangað sem mér ber að vera.

Þess vegna vil ég fara í trúboð – til að skilja hann betur og skilja hvað hann vill að ég geri. Þegar ég sé trúboðana og finn andann sem þeim fylgir, vil ég vera eins og þeir. Þeir eru góð fordæmi um lærisveina Jesú Krists. Vegna fordæmis þeirra, er ég mjög spennt að fara í trúboð eftir að ég útskrifast úr menntaskóla. Ég vil færa vinum mínum og öðrum þá hamingju og þá þekkingu sem ég hef.

stúlka spilar á fiðlu

Dora C., 18 ára, Vilnius, Litháen

Hefur gaman af vatnapóló og að spila á fiðlu.