Síðdegishluti sunnudags
Heilagar ritningar – undirstaða trúar
Útdráttur
Ég og eiginkona mín, Mary, sáum nýlega stuttermabol með mynd af bók og skilaboðum framan á sem sögðu: „Bækur, hin upprunalega lófatölva.“ …
Hvort sem þær eru í lófa eða stafrænar, þá veita Biblían og Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist, andlega leiðsögn og kennslu frá Jesú Kristi, frelsara heimsins. …
Eins og ég nefndi, þá var ég hrifinn af hugmyndinni um upprunalegu lófatölvuna – bók. Hins vegar kannast ég við ótrúlegt mikilvægi Alnetsins í heiminum í dag. … Alnetið er öflugt verkfæri til að læra fagnaðarerindið. Í dag miðla margir vinum sínum ritningum með hjálp tækninnar. …
Ritningarnar kenna okkur að nota dómgreind og vera skynsöm í öllu. Hægt er að nota Alnetið á jákvæðan eða eyðileggjandi hátt. …
… Verjið ekki tímanum í ósiðlegt, ósæmandi eða óréttlátt efni. … Fyllið líf ykkar af jákvæðum, réttlátum hugmyndum, gleðjist, skemmtið ykkur, en forðist heimskupör. Það er munur þar á. … Framar öllu, sökkvið ykkur reglulega niður í Mormónsbók, sem mun laða andann inn í líf ykkar og hjálpa ykkur að greina sannleika frá villu.
Leiðsögn mín til þeirra sem hafa á einhvern hátt vikið af sáttmálsveginum, er að snúa sér aftur að hinum heilögu ritningum, spámannlegri leiðsögn, trúariðkun á heimilinu og tónlist trúar. Sérhver sál er dýrmæt í augum Drottins. Við þörfnumst ykkar! Drottinn þarfnast ykkar og þið þarfnist hans. Þið verðið alltaf velkomin.