2024
„Þetta er fagnaðarerindi mitt“ – „Þetta er mín kirkja“
Nóvember 2024


Morgunhluti laugardags

„Þetta er fagnaðarerindi mitt“ – „Þetta er mín kirkja“

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Rétt eins og dýnamít án nítróglýseríns er ómerkilegt, þá er kirkja frelsarans einungis sérstæð ef hún er byggð á fagnaðarerindi hans. Án fagnaðarerindis frelsarans og valdsins til að framkvæma helgiathafnir þess er kirkjan ekkert einstök.

Án stöðugleikaáhrifa kísilgúrs hafði nítróglýserín takmarkað gildi sem sprengiefni. Eins og sagan hefur sýnt, var skilningur mannkyns á fagnaðarerindi hans sömuleiðis óstöðugur án kirkju Drottins – hætt var á kenningarlegu fráhvarfi og hann háður áhrifum ólíkra trúarbragða, menningarheima og heimspeki. …

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu tryggir aðgang að krafti Guðs, því hún hefur valdsumboð frá honum, bæði til að kenna kenningu Krists og til að framkvæma frelsandi og upphefjandi helgiathafnir fagnaðarerindisins. Frelsarinn þráir að fyrirgefa syndir okkar, hjálpa okkur að fá aðgang að krafti sínum og umbreyta okkur. Hann þjáðist fyrir syndir okkar og þráir að leysa okkur undan þeirri refsingu sem við annars myndum verðskulda. Hann vill að við verðum heilög og fullkomnumst í sér. …

Ég býð ykkur að skuldbinda ykkur frelsaranum, fagnaðarerindi hans og kirkju hans enn frekar. Þegar þið gerið það, munið þið finna að samsetning fagnaðarerindis frelsarans og kirkju hans færir kraft inn í líf ykkar. Þessi kraftur er miklu kraftmeiri en dýnamít. Það mun sundra grjótinu á vegi ykkar, breyta ykkur í erfingja í ríki Guðs. Og þið verðið „[full] ólýsanlegrar gleði og [full] dýrðar“ [Helaman 5:44].