2024
Á nokkrum árum
Nóvember 2024


Kvöldhluti laugardags

Á nokkrum árum

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Mormónsbók er ekki aðallega sagnfræðileg heimild sem fjallar um liðinn tíma. Þessi ritning horfir fremur til framtíðar og hefur að geyma mikilvægar reglur, aðvaranir og lexíur fyrir aðstæður og áskoranir okkar tíma. Mormónsbók er því bók um framtíð okkar og þá tíma sem við lifum nú á og munum lifa á. …

Fornar raddir úr duftinu biðja okkur í dag að læra þessa ævarandi lexíu: Velsæld, eignir og vellíðan er máttug blanda sem getur leitt jafnvel hina réttlátu til að innbyrða hið andlega eitur hrokans. …

… Við verðum ætíð að vera á varðbergi gagnvart hroka sem knúinn er af ýktri tilfinningu sjálfsmikilvægis, röngu mati á eigin sjálfsnægtum og því að vera sjálfmiðuð í stað þess að þjóna öðrum. …

Ég legg til að ef ég og þið trúum því að við séum nægilega sterk og djörf til að forðast hroka og dramb, þá gætum við ef til vill þegar þjáðst af þessum banvæna andlega sjúkdómi. …

Ef við hins vegar trúum að hroki gæti þjakað okkur, munum við stöðugt gera hið smáa og einfalda sem mun vernda og hjálpa okkur að verða „[sem barn, undirgefin, hógvær, auðmjúk, þolinmóð, elskurík og reiðubúin að axla allt, sem Drottni þóknast á okkur að leggja]“ [Mósía 3:19].

… Þegar við lærum og hugleiðum þessa innblásnu heimild, verðum við blessuð með augum til að sjá, eyrum til að heyra og huga og hjarta til að skilja lexíurnar sem við ættum að læra til að „[gæta okkur] á ofurdrambi, svo að [við föllum] ekki í freistni“ [Kenning og sáttmálar 23:1].