2024
„Ég er hann“
Nóvember 2024


Morgunhluti sunnudags

„Ég er hann“

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Í gegnum söguna hafa margir einfaldað, jafnvel gert lítið úr sýn okkar á [Jesú Kristi] og vitnisburði hans um það hver hann var. Þeir hafa smækkað réttlæti hans niður í einungis hyggindi, réttvísi hans niður í einungis reiði og miskunn hans niður í einungis frjálslyndi. Við megum ekki gerast sek um slíkar einfaldar útgáfur af honum, að hunsa kenningar sem okkur finnast óþægilegar. Þessi „einföldun“ hefur jafnvel átt sér stað varðandi hans endanlega auðkennandi dyggð: kærleika hans.

Í jarðnesku trúboði sínu kenndi Jesús að tvö boðorð væru æðst. … „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Ef við því hyggjumst fylgja frelsaranum trúfastlega í þessum tveimur mikilvægu og órjúfanlega samtengdu boðorðum, þá ættum við að halda fast við það sem hann raunverulega sagði. Og það sem hann raunverulega sagði var: „Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.“ Á þessu sama kvöldi sagði hann: „Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.“ …

… Hvernig elskaði Jesús?

Í fyrsta lagi þá elskaði hann „af öllu hjarta sínu, mætti, huga og styrk,“ sem veitti honum mátt til að lækna dýpsta sársauka og lýsa yfir erfiðasta raunveruleika. …

Annað guðlegt kærleikseinkenni Jesú var hlýðni hans við sérhvert orð sem út barst af munni Guðs og alltaf samstillti hann eigin vilja og breytni að vilja himnesks föður. …

… Þegar við stöndum frammi fyrir honum og sjáum sárin á höndum hans og fótum, munum við fara að skilja hvað það þýddi fyrir hann að bera syndir okkar og vera kunnugur sorginni, að vera algjörlega hlýðinn föður sínum – allt út af hreinni ást til okkar.