Morgunhluti laugardags
Sigur vonarinnar
Útdráttur
Gjöf vonarinnar er ómetanleg gjöf frá Guði. …
Þegar við styrkjum trú okkar á Jesú Krist, sjáum við lengra en sem nemur baráttu okkar og til blessana og fyrirheita eilífðarinnar. Eins og ljós sem vex að ljóma, lýsir vonin upp myrkvaðan heim og við sjáum dýrðlega framtíð okkar. …
Bræður og systur, von er lifandi gjöf, gjöf sem vex er við aukum trú okkar á Jesú Krist. … Við byggjum upp sönnunarsteina trúar okkar með bæn, musterissáttmálum, með því að halda boðorðin, endurnærast stöðugt af ritningunum og orðum nútíma spámanna, meðtaka sakramentið, þjóna öðrum og tilbiðja vikulega með öðrum trúsystkinum.
Til að efla von okkar á tímum vaxandi illsku hefur Drottinn boðið spámanni sínum að fylla jörðina af musterum sínum. …
Það er enginn sársauki, engin veikindi, ekkert óréttlæti, engin þjáning, ekkert sem getur myrkvað von okkar þegar við trúum og höldum fast við sáttmála okkar við Guð í húsi Drottins. Það er hús ljóss, hús vonar. …
Bræður og systur, friðurinn sem þið leitið að kemur kannski ekki eins fljótt og þið viljið, en ég lofa ykkur að þegar þið treystið á Drottin mun friður hans koma.
Megum við rækta dýrmæta trú okkar, sækja fram með fullkominni birtu vonar. Ég ber vitni um að von okkar er frelsari okkar Jesús Kristur. Fyrir hann munu allir okkar réttlátu draumar rætast. Hann er Guð vonar – sigur vonarinnar. Hann lifir og elskar ykkur.