Morgunhluti sunnudags
Einföld er kenning Jesú Krists
Útdráttur
Orð Guðs er kenningin sem Jesús Kristur og spámenn hans hafa kennt. …
… Sú kenning er að trú á Drottin Jesú Krist, iðrun, skírn, að taka á móti gjöf heilags anda og að standast allt til enda, blessi öll börn Guðs.
Þegar við kennum þeim sem við elskum þessar reglur mun heilagur andi hjálpa okkur að þekkja sannleikann. Vegna þess að við þörfnumst hvatningar heilags anda, verðum við að forðast vangaveltur eða persónulega túlkun sem nær lengra en að kenna sanna kenningu.
… Ein öruggasta leiðin til að forðast að komast alls ekki í tæri við falska kenningu, er með því að velja einfaldleika í kennslu okkar. …
Kennslan gerir okkur einfaldlega kleift að miðla hinni frelsandi kenningu snemma, á meðan börn láta ekki truflast af freistingum blekkjandans, sem þau munu upplifa síðar, löngu áður en sannleikurinn sem þau þurfa að læra drukknar í hávaða samfélagsmiðla, jafningja og eigin persónulegri baráttu. …
Þegar við gerum okkar besta við að kenna þeim sem við elskum um kenningu Jesú Krists, er þó ekki víst að sumir bregðist við því. Efasemdir kunna að læðast í huga ykkar. … Ekki gefa ykkur að þessum efa. Leitið til Guðs um hjálp. …
… Þið munið verða kostgæfin og þolinmóð. Þið getið þá vitað að þið hafið gert allt sem í ykkar valdi stendur til að hjálpa ástvinum ykkar og þeim sem þið biðjið fyrir að komast í gegnum tilraunir Satans til að hrekja þau af sporinu.