Kvöldhluti laugardags
Gleði endurlausnar okkar
Útdráttur
Iðrun gerir okkur kleift að finna elsku Guðs og þekkja og elska hann á þann hátt sem við hefðum aldrei annars getað gert. …
Ég veit að Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur, hefur máttinn til að frelsa. …
Ykkur gæti stundum fundist eins og ekki sé mögulegt að hljóta endurlausn, að þið séuð kannski undanþegin elsku Guðs og friðþægingarkrafti frelsarans vegna þess sem þið eruð að glíma við eða vegna þess sem þið hafið gert. Ég ber þó vitni um að þið eruð ekki handan seilingar meistarans. …
Þegar við lifum eftir sáttmálum okkar, getur Drottinn veitt okkur þá hjálp og þann kraft sem við þörfnumst til að bera bæði kennsl á veikleika okkar og sigrast á þeim, þar á meðal hinu andlega sníkjudýri drambs. …
… Þörf okkar fyrir lækningu og hjálp er honum ekki byrði heldur einmitt ástæða þess að hann kom. …
Himneskur faðir okkar og frelsari sjá ykkur. Þeir þekkja hjörtu ykkar. Þeim er annt um það sem ykkur er annt um, líka ástvini ykkar. …
Ef þið glímið við aðstæður sem ykkur finnst þið ættuð að hafa sigrast á, gefist ekki upp. Verið þolinmóð við ykkur sjálf, haldið sáttmála ykkar, iðrist oft, leitið liðsinnis leiðtoga ykkar ef þörf krefur og farið í hús Drottins eins reglulega og þið getið. … Hlustið eftir og hlýðið hughrifunum sem hann sendir ykkur. Hann mun ekki yfirgefa sáttmálssamband sitt við ykkur. …
Hver dagur er nýr dagur uppfullur af von og möguleikum vegna Jesú Krists.