Síðdegishluti laugardags
Samstilla vilja okkar að hans
Útdráttur
Kæru vinir, þegar við veljum að láta Guð vera áhrifaríkastan alls í lífi okkar fram yfir sjálfmiðaða iðju, getum við tekið framförum í lærisveinshlutverkinu og aukið getu okkar til að samstilla huga okkar og hjarta að frelsaranum. Þegar við aftur á móti leyfum ekki að háttur Guðs ráði ríkjum í lífi okkar, þá erum við skilin ein eftir og án innblásinnar leiðsagnar Drottins er hægt að réttlæta næstum allt sem við gerum eða gerum ekki. Við getum líka afsakað okkur sjálf með því að gera hlutina á okkar hátt og í raun sagt: „Ég er bara að gera hlutina á minn hátt.“ …
… Þó að persónulegar aðstæður, svo sem erfðafræði, landafræði og líkamlegar og sálrænar áskoranir hafi áhrif á ferðalag okkar, varðandi það sem raunverulega skiptir máli, höfum við rými hið innra þar sem okkur er frjálst að velja hvort við ákveðum að fylgja eða fylgja ekki þeirri forskrift sem Drottinn hefur fyrirbúið lífi okkar. …
Sem lærisveinar Krists, þráum við að ganga veginn sem hann markaði fyrir okkur í jarðneskri þjónustu sinni. Við þráum ekki aðeins að gera vilja hans og allt sem honum þóknast, heldur reynum við einnig að líkja eftir honum. …
Ég ber ykkur vitni um það að fylgja vilja Drottins í lífi okkar mun gera okkur kleift að finna dýrmætustu perlu í heimi – ríki himins. Ég bið þess að hvert okkar, á okkar eigin tíma og hraða, getum lýst yfir með sáttmálstrausti við himneskan föður okkar og frelsarann, Jesú Krist, að „það sem virkar fyrir þig, virkar fyrir mig“.