Síðdegishluti laugardags
Velkomin í kirkju gleði
Útdráttur
Vegna kærleiksríkrar áætlunar himnesks föður fyrir hvert barna sinna og vegna endurleysandi lífs og hlutverks frelsara okkar, Jesú Krists, getum við – og ættum – að vera hamingjusamasta fólkið á jörðu! …
… Gleði okkar sem fólks ætti hvergi að vera augljósari en þegar við komum saman á sakramentissamkomum okkar á hverjum hvíldardegi, til að tilbiðja uppsprettu allrar gleði! …
Gleðirík lotning? „Er hún til?“ kunnið þið að spyrja. Jú, hún er til! Við elskum, heiðrum og virðum Guð okkar á djúpstæðan hátt og lotning okkar streymir frá sál sem fagnar yfir mikilli elsku, miskunn og hjálpræði Krists! …
Ef við erum saman komin í minningu frelsarans og endurlausnarinnar sem hann hefur gert mögulega, ættu andlit okkar að endurspegla gleði okkar og þakklæti! …
… Ritningarnar segja að „söngur hinna réttlátu sé bæn til [Guðs]“ [Kenning og sáttmálar 25:12], sem sál hans gleðst yfir. Syngjum þá! Og lofum hann!
Ræður okkar og vitnisburðir snúast um himneskan föður og Jesú Krist og ávexti þess að lifa auðmjúklega eftir fagnaðarerindi þeirra, ávexti sem eru „ljúffengari en allt, sem ljúffengt er“ [Alma 32:42]. …
… Hvort sem við fellum sorgartár eða tár þakklætis meðan á sakramentinu stendur, látum það þá gerast í dásamlegri undrun yfir hinum góðu tíðindum gjafar föðurins á syni sínum! …
… Þetta er boð um að taka á móti gjöf frelsarans um frið, ljós og gleði – að njóta hennar, undrast yfir henni og gleðjast hvern hvíldardag. …
Velkomin í kirkju gleði!