Morgunhluti laugardags
Lifið í samræmi við forréttindi ykkar
Útdráttur
Helgiathafnir prestdæmisins og sáttmálsloforð gera Guði mögulegt að helga okkur og gera síðan kraftaverk í lífi okkar. En hvernig gerist þetta?
Í fyrsta lagi, til þess að helgiathöfn staðfesti mátt Guðs í lífi okkar, verður hún að vera framkvæmd með valdi frá syni Guðs. …
Í öðru lagi, gerum við ekki bara sáttmálsloforð – við verðum að halda þau. …
Meðan spámaðurinn Joseph hlaut fræðslu um lykla, embætti, helgiathafnir og hvernig aðstoða ætti við þjónustu prestdæmisins, veitti Drottinn sjálfur, með spámanni sínum, Emmu opinberun. …
Ef við lesum kafla 25 vandlega, uppgötvum við mikilvæga framþróun sem á sér stað. Emma átti eftir að fara frá því að vera dóttir í ríkinu í það að vera „kjörin kona“ og síðan drottning. Helgiathafnir Arons- og Melkísedeksprestdæmisins, ásamt því að hún héldi sáttmálsloforð sín, áttu eftir að auðga samfélag hennar við andann og við engla, sem gerði henni kleift að stýra lífi sínu með guðlegri leiðsögn. …
… Þetta er nokkuð sem mig langar til að allar stúlkur í ríkinu skilji.
„Lifið í samræmi við forréttindi ykkar.“
Lærið hvernig helgiathafnir prestdæmisins og sáttmálsloforð munu gera mætti Guðs mögulegt að streyma í líf ykkar af meiri skilvirkni, með því að vinna í og gegnum ykkur, styrkja ykkur og búa ykkur undir að ná möguleikum ykkar og tilgangi að fullu. …
Við höfum öll aðgang að máttargjöf Guðs.
Í hvert sinn sem við meðtökum sakramentið.
Í hvert sinn sem við förum inn fyrir þröskuld musterisins.
Þetta er hátindur hvíldardags míns. Þetta er ástæða þess að ég met musterismeðmæli mín mikils.
„Í helgiathöfnum þess opinberast því kraftur guðleikans“ [Kenning og sáttmálar 84:20].