Morgunhluti laugardags
Fylgja Kristi
Útdráttur
Að fylgja Kristi er ekki hversdagsleg eða tilfallandi iðkun. Það er viðvarandi skuldbinding og lífsháttur sem ætti að vera leiðandi öllum stundum og alls staðar. Kenningar hans og fordæmi skilgreina veg sérhvers lærisveins Jesú Krists. …
Boðorð Guðs eru leiðandi og stöðugur kraftur í lífi okkar. …
Önnur kenning frelsara okkar virðist krefjast aukinnar áherslu í aðstæðum okkar tíma.
Þetta er tími margra óvæginna og særandi orða í opinberum samskiptum og stundum jafnvel í fjölskyldum okkar. …
Hvað ættu fylgjendur Krists að kenna og gera á þessum eitruðu samskiptatímum? Hver var kenning hans og fordæmi? …
… Við þurfum að elska alla og gera öllum gott. Við þurfum að forðast erjur og vera friðflytjendur í öllum okkar samskiptum. Þetta þýðir ekki að slaka á reglum okkar og forgangsröðun, heldur að hætta að ráðast harkalega á aðra vegna þeirra reglna. Það gerði okkar fullkomna fyrirmynd í þjónustu sinni. Það er fordæmið sem hann setti okkur þegar hann bauð okkur að fylgja sér. …
Sem fylgjendur Krists, kennum við og vitnum um Jesú Krist, okkar fullkomnu fyrirmynd. Við skulum því fylgja honum með því að forðast deilur. Þegar við fylgjum okkar helstu reglum í opinberum athöfnum, skulum við verða hæf fyrir blessanir hans með því að nota málfar og aðferðir friðflytjenda. Forðumst vægðarlausa og hatursfulla hluti í fjölskyldum okkar og í öðrum persónulegum samböndum.