Morgunhluti sunnudags
Ó, ungmenni göfugs fæðingarréttar
Útdráttur
Fæðingarréttur! … Þetta er sannfærandi orð. En hvað þýðir það? …
… Við erum að tala um arfinn sem þið hljótið sem samarfar Krists, vegna þess sáttmálssambands sem þið hafið valið að ganga í við hann og föður ykkar á himnum. …
Hugleiðið þetta! Guð treystir ykkur – af öllum íbúum jarðar, börnum sáttmálans, áhafnarmeðlimum sínum – til að hjálpa við það verk sitt að koma öllum börnum sínum heilu og höldnu heim til sín. …
… Þið eruð ungmenni göfugs fæðingarréttar. Sáttmálssamband ykkar við Guð og Jesú Krist er samband elsku og trausts, þar sem þið hafið aðgang að náð þeirra í ríkari mæli – guðlegri aðstoð þeirra, gjöf styrks og virkjandi mætti. Sá máttur er ekki bara óskhyggja, lukkugripur eða sjálfuppfyllandi spádómur. Hann er raunverulegur.
Þegar þið uppfyllið ábyrgð ykkar varðandi fæðingarréttinn eruð þið aldrei einsömul. … Þið starfið hönd í hönd með Jesú Kristi. Með hverjum nýjum sáttmála – og eftir því sem samband ykkar við hann dýpkar – haldið þið ykkur stöðugt fastar að honum og hann að ykkur, þar til þið eruð tryggilega bundin saman. Í þessu helga tákni náðar hans, munið þið finna bæði þrá og styrk til að lifa nákvæmlega eins og frelsarinn lifði – öðruvísi en heimurinn. Þið getið þetta, því Jesús Kristur er með ykkur! …
… Ekki láta heiminn breyta ykkur þegar þið fæddust til að breyta heiminum.