Síðdegishluti sunnudags
Drottinn Jesús Kristur mun koma aftur
Útdráttur
Drottinn er vissulega að hraða verki sínu.
Af hverju byggjum við musteri á slíkum fordæmislausum hraða? Af hverju? Af því að Drottinn hefur boðið okkur að gera það. Blessanir musterisins hjálpa við að safna saman Ísrael beggja vegna hulunnar. Þessar blessanir hjálpa líka við að undirbúa fólk sem mun hjálpa við að búa heiminn undir síðari komu Drottins! …
Hér er loforð mitt til ykkar: Sérhver einlægur leitandi Jesú Krists mun finna hann í musterinu. …
Mér hefur lærst að mikilvægasta spurningin sem við öll verðum að svara er þessi: Hverjum eða hverju ætla ég að helga líf mitt?
Ákvörðun mín um að fylgja Jesú Kristi er mikilvægasta ákvörðun sem ég hef nokkru sinni tekið. … Hún hefur líka hjálpað mér að standast storma lífsins. …
Ég hvet ykkur til að helga tíma í hverri viku – það sem eftir er ævinnar – til að auka skilning ykkar á friðþægingu Jesú Krists. …
Jesús Kristur tók á sig syndir ykkar, sársauka ykkar, sorgir ykkar og vanmátt ykkar. Þið þurfið ekki að bera þetta einsömul! …
Það er hvorki of snemmt, né of seint fyrir ykkur að verða trúfastir lærisveinar Jesú Krists. …
Það besta er enn í vændum, kæru bræður og systur, því frelsarinn kemur aftur! Hið besta er enn í vændum, því Drottinn er að hraða verki sínu. Það besta er enn í vændum, er við snúum hjörtum okkar og lífi algjörlega að Jesú Kristi.