2024
Í heilagleika Drottins í daglegu lífi
Nóvember 2024


Kvöldhluti laugardags

Í heilagleika Drottins í daglegu lífi

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Allt í kringum okkur gefast tækifæri til að hlæja, gleðjast, sjá með þakklátum augum. Fagnaðarerindi okkar er erindi gleði og heilagleika í daglegu lífi. Heilagleiki aðgreinir hluti í helgum tilgangi. Heilagleiki býður okkur líka að fylla daglegt líf með hinu heilaga – að gleðjast yfir daglegu brauði, mitt í þyrnum og þistlum þessa heims. Til að ganga með Drottni, verðum við að verða heilög, því hann er heilagur, og til að hjálpa okkur að verða heilög, býður Drottinn okkur að ganga með sér.

Heimilishald byggt á trú og samfélag heilagra berjast gegn einangrun og einmanalegu fjölmenni. Heilagleiki í Drottni segir nei við hinu vanhelga, nei við virðingarlausum klókindum á kostnað annarra, nei við reikniritum sem skapa tekjur úr reiði og skautun. Heilagleiki í Drottni segir já við hinu helga og lotningarfulla, já við því að verða okkar frjálsasta, hamingjusamasta, falslausasta, besta sjálf þegar við fylgjum honum í trú.

Heilagleiki í Drottni helgar daglegt líf. Hann leiðir okkur hamingjusamari nær Drottni og hvert öðru og býr okkur undir að dvelja með Guði föður okkar, Jesú Kristi og ástvinum okkar.

Við getum fundið elsku hans er við tileinkum okkur heilagleika í Drottni dag hvern, ævarandi hamingjusöm.