Síðdegishluti sunnudags
„Sjá, ég er ljósið, sem þér skuluð halda á loft“
Útdráttur
Frelsarinn er ekki fjarri jarðneskri ferð okkar. … Aftur og aftur, af sinni hreinu ást og miskunn, styður hann okkur þegar við stöndum frammi fyrir sjónleik lífsins. …
Sú elska er augljós þegar við styðjum hvert annað í verki hans.
Við styðjum lifandi spámann okkar á aðalráðstefnu og Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitina, aðalvaldhafa og embættismenn kirkjunnar. Að halda á loft merkir að styðja annan einstakling, að veita honum athygli, að vera trú trausti hans, að bregðast við orðum hans. Slíkir mæla með innblæstri frá Drottni; þeir skilja málefni líðandi stundar, siðferðishnignun samfélagsins og aukna viðleitni andstæðingsins til að vinna gegn áætlun föðurins. Með því að halda á loft höndum okkar erum við að heita stuðningi okkar, ekki aðeins á því augnabliki heldur í okkar daglega lífi. …
… Við höldum ljósi Drottins á loft þegar við höldum okkur fast að sáttmálum okkar og þegar við styðjum lifandi spámann okkar þegar hann mælir orð Guðs. …
Að styðja spámanninn er heilagt verk. Við sitjum ekki þögul hjá heldur verjum hann ötullega, fylgjum leiðsögn hans, kennum orð hans og biðjum fyrir honum. …
Bræður og systur, við þurfum að lyfta meira og draga úr mögli, halda meira á lofti orði Drottins, háttum hans og spámanna hans. …
… Þegar við styðjum spámann okkar, vitnum við að hann er kallaður af frelsara okkar, sem er „ljós … heimsins“.