2025
Blessanir valds og kraftar prestdæmisins
Til styrktar ungmennum, september 2025


Blessanir valds og kraftar prestdæmisins

Prestdæmi Guðs hefur verið endurreist á okkar tímum, til blessunar öllum börnum hans.

endurreisn Melkísedeksprestdæmisins

Endurreisn Melkísedeksprestdæmisins, eftir Walter Rane

Ungmenni spyrja oft spurninga um prestdæmið. Hvað prestdæmið varðar, þá er vitnisburður okkar til heimsins:

  1. Hið heilaga prestdæmi Guðs er nauðsynlegt til að framkvæma verk sáluhjálpar og upphafningar.

  2. Guð hefur endurreist prestdæmi sitt á jörðu.

  3. Prestdæmið er undir stjórn Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Ástæður þess að við þörfnumst valds og krafts prestdæmisins.

Jesús Kristur er höfuð kirkjunnar. Kirkjan er verkfærið sem hann hefur skapað til að framkvæma hið nauðsynlega verk að endurleysa mannkyn. Með kirkjunni getur hann:

  • Boðað fagnaðarerindi hans um allan heim.

  • Boðið upp á skírn og alla aðra sáttmála – jafnvel sáttmálsveg til himneska ríkis hans.

  • Sameinað fjölskyldur um eilífð.

  • Boðið fram gjafir sáluhjálpar, jafnvel þeim sem dáið hafa án þeirra.

  • Hugað að líkamlegum þörfum barna Guðs á líðandi stundu.

Jesús Kristur að kenna

Jesus kennir Maríu, eftir Dan Burr

Til að ná þessum mikla tilgangi og undirbúa endurkomu frelsarans, þarf kirkjan áframhaldandi leiðsögn, vald og kraft Guðs. Kirkjan er hin „[sanna] og lifandi [kirkja]“ (Kenning og sáttmálar 1:30), því Kristur leggur sitt fram í hana með leiðsögn sinni og krafti í gegnum prestdæmið sitt.

Án þessa heilaga prestdæmis væri kirkjan fyrst og fremst veraldleg stofnun, eins og margar aðrar, sem gerði gott í heiminum, en væri máttvana í því markmiði sínu að búa börn Guðs undir gleði eilífs lífs í návist hans. Með þessu prestdæmi og lyklunum til að leiða starf þessa prestdæmis þá er bæði valdsumboð og regla í kirkjunni.

„Í kirkjunni er allt valdsumboð prestdæmisins iðkað undir handleiðslu þeirra sem hafa prestdæmislykla.

Verðugum karlmeðlimum kirkjunnar er veitt prestdæmisvald gegnum veitingu prestdæmisins og vígslu í prestdæmisembætti. Allir kirkjumeðlimir geta beitt úthlutuðu valdsumboði, er þeir eru settir í embætti eða þeim falið að vinna að verki Guðs.“

systurtrúboðar

Endurreist á okkar tíma

Þegar verið var að þýða Mormónsbók árið 1829, hóf Drottinn að koma prestdæmisskipulagi sínu á. Hinn upprisni Jóhannes skírari birtist sem svar við bæn Joseph Smith og Olivers Cowdery varðandi skírn og veitti þeim Aronsprestdæmið, sem „hefur lykla að þjónustu engla og fagnaðarerindi iðrunar og niðurdýfingarskírn til fyrirgefningar syndanna“ (Kenning og sáttmálar 13:1). Með þessu valdi skírðu Joseph og Oliver hvor annan og aðra við formlega stofnun kirkjunnar.

Ekki löngu síðar birtust hinir fornu postular, Pétur, Jakob og Jóhannes, og veittu æðra eða Melkísedeksprestdæmið, þar á meðal „lykla ríkis míns og ráðstöfun fagnaðarerindisins fyrir … fyllingu tímanna!“ (sjá Kenning og sáttmálar 27:12–13; 128:20).

piltur með hendur á höfði sínu

Aukið prestdæmisvald barst þegar þrír fornir spámenn, Móse, Elías og Elía, birtust Joseph og Oliver í Kirtland musterinu og fólu þeim lyklana að samansöfnun Ísraels og verkinu í musterum Drottins (sjá Kenning og sáttmálar 110:11–16).

trúboðar

Mátturinn til að blessa

Í einu orði sagt, þá er tilgangur valds og krafts prestdæmisins sem Jesús Kristur endurreisti að blessa. Það gerir öllum meðlimum kirkjunnar kleift að nota kraft Guðs til að þjóna og blessa aðra í kirkjunni, á heimilinu og um allan heim. Meðlimir ganga til liðs við frelsarann við að framkvæma verk sáluhjálpar og upphafningar, nota til þess guðlegar gjafir og kraft langt umfram sínar eigin til að hjálpa ríki Guðs að vaxa og fylla jörðina (sjá Kenning og sáttmálar 65:2, 5–6).

Drottinn hefur útskýrt að „þetta æðra prestdæmi [Melkísedeks] framkvæmir fagnaðarerindið og heldur lyklinum að leyndardómum ríkisins, já, lyklinum að þekkingu Guðs.

Í helgiathöfnum þess opinberast því kraftur guðleikans“ (Kenning og sáttmálar 84:19–20).

Helgiathafnir eru prestdæmisstýrðar athafnir, þar sem við gerum sáttmála við Guð, fyrst með skírn og síðan áfram með sáttmálunum sem við meðtökum í húsi Drottins. Með því að halda þessa sáttmála umbreytumst við úr „náttúrlegum“ körlum og konum í heilaga (sjá Mósía 3:19) fyrir náð friðþægingar Krists og verðum bæði réttlætt og helguð – saklaus og flekklaus – frammi fyrir Guði (sjá Kenning og sáttmálar 20:29–31; 3. Nefí 27:16–20).

Jesús Kristur

Kristur í Ameríku, eftir Ben Sowards

Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tveggja alda yfirlýsing til heimsins,“ er viðeigandi samantekt frá Æðsta forsætisráðinu og Tólfpostulasveitinni:

Við lýsum yfir að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, stofnuð 6. apríl 1830, er hin endurreista kirkja Krists í Nýja testamentinu. Kirkja þessi er grundvölluð á hinu fullkomna lífi aðalhyrningasteins hennar, Jesú Krists, og altækri friðþægingu hans og bókstaflegri upprisu. Jesús Kristur hefur enn að nýju kallað postula og veitt þeim prestdæmisvald. Hann býður okkur öllum að koma til sín og kirkju sinnar, að taka á móti heilögum anda, helgiathöfnum sáluhjálpar og hljóta varanlega gleði.“