Til styrktar ungmennum
Tákn síðari komunnar: Engin ástæða til að óttast
Til styrktar ungmennum, september 2025


Tákn síðari komunnar: Engin ástæða til að óttast

Sagt hefur verið fyrir um mikilvæga hluti áður en frelsarinn kemur aftur. En þið hafið góðar ástæður fyrir því að óttast ekki.

stúlka

Hann kemur aftur til að ráða og ríkja, eftir Mary RL. Sauer

Frelsari okkar, Jesús Kristur mun koma aftur Hann kenndi þennan sannleika afar greinilega (sjá Matteus 24). Margir myndu vilja vita hvenær það muni gerast, en Jesús sagði: „En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn“ (Matteus 24:36).

Drottinn hefur þó opinberað nokkur tákn sem munu vera undanfari síðari komu hans. Margt af þessu er spennandi og dásamlegt, eins og endurreisn fagnaðarerindisins, tilkoma Mormónsbókar og samansöfnun Ísraels.

klukkur

En það eru … önnur merki. Dæmi:

  • Hernaður, ófriðartíðindi og mikið uppnám.

  • Hungursneið, sjúkdómar og jarðskjálftar.

  • Tákn á himni (þar á meðal sólin, tunglið og stjörnurnar) og á jörðu (þar með talið eldar, fárviðri, stormar og reykjastrókar).

  • Ranglæti, dramb og kalt hjarta.

halastjarna

Allt getur þetta hljómað skelfilega. Frelsarinn sagði í raun að á hinum síðustu dögum muni hjörtu margra bregðast þeim vegna ótta.

Kannski horfið þið á vandamálin víða um heim, ásamt þeim persónulegu raunum sem þið glímið við og finnist þið yfirbuguð og kvíðin. Ef til vill veltið þið fyrir ykkur til hvers þið hafið að hlakka til ef hlutirnir eiga bara eftir að verða skelfilegri og erfiðari í aðdraganda síðari komunnar.

manneskja ýtir stórum hnetti upp á hæð

Jesús Kristur vill þó ekki að þú – einn lærisveina hans – væntir komu hans á þennan hátt.

Boðskapur Drottins til lærisveina sinna

Þrátt fyrir allt umrótið og ringulreið hinna síðustu daga, þá hefur frelsarinn sagt við lærisveina sína: „Verið eigi áhyggjufullir.“ Af hverju? Því: „þegar allt þetta verður, megið þér vita, að fyrirheitin, sem yður voru gefin, munu uppfyllast“ (Kenning og sáttmálar 45:35).

Jesús Kristur hefur sagt okkur að „[óttast] ei“ (Kenning og sáttmálar 50:41) og „[vera] vonglöð“ (Kenning og sáttmálar 61:36). Þannig að í stað þess að einblína á komandi hörmungar gæti því verið best að beina athyglinni annað.

Hér eru þrjár mikilvægar leiðir fyrir ykkur til að „[óttast] ei“, vænta síðari komunnar og segja með Jóhannesi opinberara: „Kom þú, Drottinn Jesús!“ (Opinberunarbókin 22:20).

sjávarútsýni

1. Lítið til spámannsins

Frelsarinn varaði við því að margir falskristar og falsspámenn myndu blekkja marga áður en hann kæmi. Allt í kringum okkur eru háværar, ruglandi og neikvæðar raddir sem reyna að leiða okkur afvega. Á síðustu dögunum mun Satan „ólmast í hjörtum mannanna barna og reita þau til reiði gegn því, sem gott er“ (2. Nefí 28:20). Jafnvel hinum útvöldu verður kippt burt frá sannleikanum.

Drottinn hefur þó veitt okkur mikla hjálp. Hann hefur kallað spámenn til að blessa okkur og leiða. Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin munu ekki og geta ekki leitt okkur afvega. Frelsarinn sagði: „Hvort sem það er sagt með minni eigin rödd eða með rödd þjóna minna, það gildir einu“ (Kenning og sáttmálar 1:38). Þið getið beðið himneskan föður um að heilagur andi staðfesti þann sannleika sem þeir kenna, til að mynda með nýlegum kenningum Russell M. Nelson forseta: „Hið besta er enn í vændum, … því frelsarinn kemur aftur!“ Og: „Hann er að búa sig undir að koma aftur. Megum við að sama skapi búa okkur undir að taka á móti honum.“

Russell M. Nelson

Þegar þið fylgið kenningum þeirra „með fullkominni þolinmæði og trú“ (Kenning og sáttmálar 21:5), fáið þið séð hvernig þær blessa líf ykkar.

Öldungur Allen D. Haynie, af hinum Sjötíu, sagði: „Þegar ég var barn, var ég óttasleginn yfir þessum spádómum fyrir síðustu daga og bað þess að endurkoman yrði ekki á minni ævi. … En nú bið ég um hið gagnstæða. …

… Við þurfum ekkert að óttast. Kenningin og reglurnar sem við verðum að lifa eftir til að komast af andlega og standast líkamlega, eru að finna í orðum lifandi spámanns.“

Þegar þið fylgið leiðsögn spámanna og postula, mun ótti ykkar víkja fyrir trú, von og gleði.

2. Standið á helgum stöðum

Frelsarinn hefur sagt að mitt í hörmungum hinna síðustu daga, „[munu] lærisveinar mínir … standa á helgum stöðum og eigi haggast,“ (Kenning og sáttmálar 45:32). Þessir helgu staðir eru heimili okkar, samkomuhús og musteri.

musteri

Varðandi musterin, þá hefur Nelson forseti kennt að „öruggasta trygging okkar sé sú að vera alltaf verðug inngöngu í hans heilaga hús.“ Og „meiri tími sem varinn er í musterinu, mun hjálpa okkur að búa okkur undir síðari [komuna].“

Jesús Kristur

Eventide, eftir Yongsung Kim

3. Undirbúið heiminn

Eitt hlutverk kirkju Jesú Krists á síðustu dögum, er að búa heiminn undir komu hans. Þið getið hjálpað með því að taka þátt í verki hans.

Þið getið miðlað fagnaðarerindinu með öðrum og hjálpað við að færa ljós og sannleika Guðs til þeirra sem „aðeins er haldið frá sannleikanum vegna þess að þeir vita ekki hvar hann er að finna“ (Kenning og sáttmálar 123:12).

Þið getið líka framkvæmt skírnir í musterinu fyrir þá sem eru handan hulunnar og lifðu og „[dóu] … án þekkingar á fagnaðarerindinu, en hefðu meðtekið það,“ (Kenning og sáttmálar 137:7).

Með svo mikilli neikvæðni í heiminum, getið þið verið öðrum ljós og hjálpað við að færa heiminum lækningu. Þið getið hjálpað til við að undirbúa fólk sem frelsarinn getur komið til, sem verður reiðubúið að taka á móti honum.

Það er mikil ábyrgð og eitthvað dásamlegt að hlakka til.