„Hvað gerir ykkar kirkju öðruvísi?“
Ég velti oft fyrir mér hvað ég segði ef einhver spyrði: „Hvað gerir ykkar kirkju öðruvísi?“ Þá lést elsti sonur okkar fyrirvaralaust og skildi eftir sig dásamlega eiginkonu og fjögur börn. Í sorg okkar veittu kenningar hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists skýrleika og huggun. Í útgáfu þessa mánaðar er lögð áhersla á þrjár þessara einstöku kenninga:
Í fyrsta lagi kennir fjölskylduyfirlýsingin okkur að: „Hin guðlega sæluáætlun gerir fjölskylduböndin varanleg handan grafar.“ (Sjá bls. 26.)
Í öðru lagi höfum við aðgang að valdi og krafti prestdæmis Guðs gegnum kirkju Drottins – sama krafti og skapaði heima og sameinaði fjölskyldur að eilífu. (Sjá bls. 2.)
Í þriðja lagi býr sáttmálsfólk frelsarans, í kirkju hans, sig undir síðari komu hans, sem er ástæða til að gleðjast yfir. Sjá bls. 18, 22
Þegar þið lesið þetta tölublað, bið ég þess að þið uppgötvið þennan sannleika sjálf og finnið svör ykkar við spurningunni: „Hvað gerir kirkju ykkar öðruvísi?“
Ykkar vinur,
Tamara W Runia
Fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins