Til styrktar ungmennum
Streita, andinn og ritningarnar
Til styrktar ungmennum, september 2025


Frá ungmennum

Streita, andinn og ritningarnar

stúlka

Myndskreyting: Katelyn Budge

Ég hef flutt mikið milli staða um ævina. Fyrir nokkrum árum fluttum við til Dúbaí í stuttan tíma. Þegar ég tók upp úr töskunni minni, voru ritningarnar mínar á botninum. Mér fannst rétt að lesa þær. Ég gerði það, sem er frekar óvenjulegt, því ég fylgi ekki alltaf innblæstri. En ég byrjaði strax á byrjuninni og ég held að ég hafi lesið fimm eða sex kapítula.

Síðar var ég beðin um að flytja ræðu í kirkju. Ég fann mig knúna til að ræða um mikilvægi ritningarnáms. Ég skrifaði ræðuna mína og hugsaði: „Vá, ég ætti virkilega að lesa ritningarnar oftar.“ Þetta varð líka nokkurskonar keppni á milli mín og pabba míns. Hann var í Alma og ég vildi ná honum. Ég hóf að lesa ritningarnar mínar á hverjum degi – stundum 10 eða 15 kapítula!

Ég fór að taka eftir mun fleiri andlegum upplifunum. Þegar þið lesið þetta mikið, gerir það ykkur mögulegt að hljóta persónulega opinberun. Ég var í raun að skapa Drottni tíma.

Ég fór að halda andlega dagbók. Í einni færslu skrifaði ég: „Ég var að lesa 3. Nefí um hvernig Jesús Kristur kom niður til fólksins og um alla þá dásamlegu hluti sem hann gerði. Mér fannst ég svo nálæg himneskum föður og Jesú Kristi í dag.“

Það kom mér virkilega á óvart hvað mikið ég upplifði, sérstaklega þegar ég var að leita að því. Ég hugsaði: „Vá, Guð talar virkilega mikið við mig.“

Ritningarnámið hjálpaði mér mjög mikið, sérstaklega vegna allrar andlegu streitunnar sem fylgdi því að flytja svona mikið. Ritningarnar eru orð Krists. Hann talar til okkar í gegnum þær. Ég kemst nær honum í gegnum orð hans.

stúlka

Linnaea E., 16 ára, Havaí, Bandaríkjunum

Hefur gaman af því að spila tennis, fara í gönguferðir, fara á brimbretti og spila á píanó.