2025
Yfirlýsingin um fjölskylduna og þið
Til styrktar ungmennum, september 2025


Yfirlýsingin um fjölskylduna og þið

Fjölskylduyfirlýsingin verður 30 ára í þessum mánuði. Sjáið hvernig hún getur blessað fjölskyldu ykkar í dag.

fjölskylda að dansa

Myndskreyting: Irtaxe López de Munáin

Fyrir nákvæmlega 30 árum, í september 1995, gáfu Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin út skjalið „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ þar sem þeir lýstu yfir að „fjölskyldan [væri] kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans.“

Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, var postuli á þeim tíma. Hann hefur sagt: „Ég ber vitni um að yfirlýsingin um fjölskylduna staðhæfir eilífan sannleika. … Kennið hana, lifið eftir henni og þið verðið blessuð.“

Fjölskylduyfirlýsingin hefur blessað fjölskyldur um heim allan í 30 ár – og svo verður áfram.

fjölskylda faðmast

Ráð fyrir sterkar, hamingjusamar fjölskyldur

Í fjölskylduyfirlýsingunni bera spámenn og postular vitni um að: „Hamingju í fjölskyldulífi hljótum við fyrst og fremst þegar við byggjum á kenningum Drottins Jesú Krists.“

Þar á meðal „reglum trúar, bænar, iðrunar, fyrirgefningar, virðingar, kærleika, umhyggju, vinnu og heilbrigðrar dægrastyttingar.“

Að nota þessar kenningar getur blessað fjölskyldu ykkar á ótrúlegan hátt. Þið getið til dæmis:

  • Hvatt til fjölskyldubæna. Bænin hjálpar fjölskyldum vissulega að verða sterkari. Ef bæn er ekki venja í fjölskyldu ykkar, hvetjið þau þá til að prófa. Að biðja saman, getur fært frið, kærleika og einingu.

  • Sýnið elsku í orði og verki. Segið fjölskyldu ykkar oftar að þið elskið hana – jafnvel þótt þið teljið að hún viti það nú þegar. Notið vinsamleg og hvetjandi orð. Það býður andanum inn á heimili ykkar.

    Að þjóna fjölskyldu ykkar er önnur góð leið til að sýna kærleika. Íhugið að gera systkinum ykkar leynda greiða eða hjálpa til við húsverkin án þess að vera beðin.

  • Verjið tíma saman og skemmtið ykkur. Í fjölskylduyfirlýsingunni er minnst á „[heilbrigða dægrastyttingu]“ sem leið til að stuðla að styrk og hamingju fjölskyldna. Hægt er að fara í hjólatúr um lystigarðinn, útbúa og deila máltíðum, fara í stutta göngutúra eða leika íþróttir eða spila borðspil saman. Listinn gæti verið langur, en að verja tíma saman mun minna ykkur á að fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli.

  • Þjóna saman. Fjölskylda ykkar getur orðið nánari með því að þjóna saman. Þetta getur verið eins einfalt og að elda eftirlætis máltíð fyrir einhvern í neyð eða moka snjó af innkeyrslu nágranna.

Frelsarinn getur hjálpað til við að leysa misskilning og áskoranir innan fjölskyldna með iðrun, fyrirgefningu og trú. Þegar við fylgjum og reiðum okkur á Jesú Krist, mun sú elska og virðing vaxa sem við finnum í fjölskyldu okkar.

Það eru margar aðrar leiðir til að gera fjölskyldur sterkar og hamingjusamar og færa þær nær hver annarri.

Hvaða hluti getið þið gert?

fjölskylda

Sannleikur nú og ætíð

Engin fjölskylda er fullkomin. Sumir glíma við verulegar áskoranir. Þið gætuð litið á fjölskylduaðstæður ykkar og velt fyrir ykkur hvernig fjölskylduyfirlýsingin geti blessað fjölskyldu ykkar. Þar er þó að finna eilífan sannleika sem mun blessa fjölskyldu ykkar – sama hvað.