Til styrktar ungmennum
Dauðinn er ekki endalokin
Til styrktar ungmennum, september 2025


Frá ungmennum

Dauðinn er ekki endalokin

piltur með móður í sjúkrarúmi

Myndskreyting: Katelyn Budge

Móðir mín var lögð inn á spítala með heilablóðfall. Við fengum áfall og ég velti fyrir mér af hverju Guð leyfði þessu að gerast.

Þrátt fyrir áhyggjur okkar misstum við ekki trúna. Við vissum að hún myndi ná sér. Hún var í lagi þar til nokkrum mánuðum seinna þegar hún fékk annað heilablóðfall. Hún gat hvorki gengið né talað og átti erfitt með að borða. Við héldum áfram að biðja um hjálp frá Guði.

Móðir mín barðist við þetta ástand þar til hún lést. Ég veit að Guð var ekki ófær um að lækna hana, en það var vilji hans að hún snéri aftur til hans. Ég veit að ef ég lifi lífi mínu samkvæmt boðorðum Drottins, get ég sameinast henni og fjölskyldu minni á ný. Ég veit að sökum friðþægingar frelsara okkar, munum við rísa upp. Dauðinn er ekki endalokin fyrir okkur.

piltur

Anicet P., 17 ára, Kinshasa, Austur-Kongó

Nýtur þess að hlusta á tónlist, verja tíma með fjölskyldunni og lesa ritningarnar og góðar bækur.