Tengjast
Danic L.
17, Negeri Sembilan, Malasíu
Ljósmynd eftir Clayton Chan
Oft líður mér eins og ég sé ekki nógu góður og að ég valdi vonbrigðum. En ég hugsa alltaf um hvað Guði finnst um mig. Ég man eftir mínu guðlega eðli, mínum guðlegu möguleikum, og það er mér styrkur og akkeri.
Ég stunda badminton og eftir að maður spilar á móti og tapar, sérstaklega fyrir einhverjum sem maður heldur að maður geti sigrað, þá er maður mjög niðurdreginn. Á þeim stundum hugsa ég um Guð verandi til staðar fyrir mig og það veitir mér styrk til að halda áfram.
Þið getið fundið elsku Guðs þegar þið lítið til hans. Hann er alltaf til staðar fyrir ykkur og þið getið haft þann guðlega kraft sem hann getur veitt ykkur.
Jesús Kristur er raunverulegur frelsari okkar. Hann dó fyrir syndir okkar. Kærleikurinn sem hann þarfnaðist til að deyja fúslega fyrir okkur – held ég að sé nokkuð sem erfitt er að lýsa. Hann er bara svo ómetanlegur og öflugur.