Til styrktar ungmennum
Jesús Kristur er líka fyrir góðu dagana
Til styrktar ungmennum, september 2025


Jesús Kristur er líka fyrir góðu dagana

Hvernig getum við einblínt á frelsarann þegar allt gengur vel? Hér eru nokkrar hugmyndir.

úrklippa af broskalli gegnt sólinni

Ímyndið ykkur ef vinur ykkar verði aðeins tíma með ykkur þegar hann ætti erfitt og forðaðist ykkur þegar hann væri hamingjusamur. Heilbrigt samband? Eiginlega ekki.

Gerum við það einhvern tíma við frelsara okkar – leitum hans á erfiðum tímum og gleymum honum í góðæri?

Við tölum mikið um hvernig Jesús Kristur hjálpar okkur í gegnum erfiðleika okkar, líklega vegna þess að allir standa frammi fyrir erfiðum hlutum á einhverjum tímapunkti.

Það eru þó sumir dagar – vikur eða jafnvel ár ef við erum heppin – þar sem allt gengur mjög vel. Stundum gleymum við frelsaranum á slíkum tímum. Fólkið í Mormónsbók gerði það. Það naut góðs af blessunum Guðs um tíma, en urðu að lokum drambinu að bráð þegar það gleymdu honum.

Góðæri þýðir ekki að við þurfum skyndilega ekki lengur á Jesú Kristi að halda. Velmegunartímar eru fullkominn tími til að gleðjast með frelsaranum og gleyma honum ekki.

Hvernig höldum við þá sambandi við Jesú Krist og himneskan föður okkar þegar þrengingar minna okkur ekki á að snúa okkur til þeirra?

Verum auðmjúk

Þegar vel gengur er gott að fagna blessunum sínum og afrekum. Gleymið ekki samt hver gerði ykkur mögulegt að vera þar sem þið eruð. Benjamín konungur orðaði það svo í ræðu sinni í Mormónsbók:

„Því að sjá. Erum vér ekki öll háð sömu verunni, sjálfum Guði, hvað allar eigur vorar snertir, bæði mat, klæðnað, gull, silfur og allan auð vorn, hvers kyns sem hann er?“ (Mósía 4:19).

Að vera auðmjúk yfir árangri ykkar með því að minnast þess sem himneskur faðir og Jesús Kristur hafa gert fyrir ykkur, er frábær leið til að hafa þá með á góðum stundum ykkar.

Verum þakklát

Þakklæti er eitt besta mótefnið gegn drambi og gleymsku. Að þakka Guði mun hjálpa ykkur að muna eftir honum og öllu því góða sem hann og sonur hans gera í lífi ykkar. Þetta er jafn áhrifaríkt á góðum tímum og á erfiðum tímum.

Verum meðvituð

Ein af eftirlætis árásum Satans er að „hvetja [ykkur] til værðar og andvaraleysisdvala holdlegs öryggis,“ (2. Nefí 28:21). Með öðrum orðum, hann myndi elska það ef þið væruð svo ánægð og örugg á góðu stundunum að þið gleymduð því sem mestu skiptir. Svo ekki gleyma Guði! Þegar þið eruð meðvituð um lúmsk brögð andstæðingsins og standist þau, jafnvel á góðæristímum, getið þið verið nærri himneskum föður og Jesú Kristi.

stúlka

Góði hirðirinn, eftir Michael Malm

Einblínum á Krist

Russell M. Nelson kenndi: „Þegar við einblínum á sáluhjálparáætlun Guðs … og Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá getum við fundið gleði, þrátt fyrir það sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar.“ Gleðin á rætur í honum og er sökum hans. Hann er uppspretta hverskyns gleði.“

Hversu oft hugsið þið um þennan sannleika um gleði, þegar lífið gengur vel? Þetta eru ekki bara hughreystandi ráð þegar erfiðleikar steðja að. Þetta á alltaf við, líka á ykkar bestu dögum. Gerið því allt sem þið getið til að einblína á Krist, hvort sem það er slæmt eða gott.