Til styrktar ungmennum
Hvað ef ég á erfitt með að eignast vini?
Til styrktar ungmennum, september 2025


Hvað ef ég á erfitt með að eignast vini?

stúlka

Á þessu ári, þegar ég skipti yfir í nýjan skóla, grét ég mikið, því ég vildi ekki yfirgefa gömlu vinina mína. Ég sagði við sjálfa mig að ég myndi aldrei kunna vel við nýja skólann minn og fannst ég vera að svíkja gömlu vinina mína ef ég eignaðist nýja.

Alla vikuna var ég með óánægjusvip á andlitinu. Ég vildi ekki tala við neinn. Það voru nokkrar stelpur sem reyndu að tala við mig, en ég var ekki að leitast við að vingast við þær.

Dag einn áttaði ég mig á því að ég vildi ekki vera ein. Ég sá að ég þurfti að vera opnari. Þegar ég horfði á sjónvarpsþáttaröð um Jesú Krist, fann ég fyrir innblæstri til að hugsa um það hvernig hann eignaðist vini. Jafnvel hann gerði ekki öllum til geðs, en fyrir flesta breytti hann lífi þeirra.

Vegna fordæmis Krists, ákvað ég að reyna að eignast nýja vini, þrátt fyrir ótta minn. Ég var hrædd, því ég var feimin og hafði áhyggjur af því að fólk myndi gera gys að mér. Ég hugsaði mér: „Þú átt föður á himnum sem mun hjálpa þér. Jafnvel þótt allir hafni þér, þá mun hann vera til staðar.“

Þegar ég nú horfi til baka, sé ég að sá vinur sem aldrei yfirgaf mig á þeim tíma, var frelsarinn. Vegna þessar erfiðu reynslu sem ég gekk í gegnum, komst ég svo miklu nær honum. Hann elskar okkur svo mikið að hann gaf líf sitt í okkar þágu. Hann gaf okkur ritningarnar svo að við gætum vitað hvernig að líkjast honum. Þið getið alltaf reitt ykkur á að Jesús Kristur sé vinur ykkar.

Rebeca C., 13 ára, Ceará, Brasilíu

Nýtur þess að spila blak, lesa og teikna.