Kjarni málsins
Hvað er Síon?
Í ritningunum getur orðið Síon þýtt:
-
„Hinir hjartahreinu“ (Kenning og sáttmálar 97:21).
-
Fólk Drottins eða kirkjan og stikur hennar (sjá Kenning og sáttmálar 82:14).
-
Tiltekinn staður þar sem fólk Drottins býr og safnast saman, svo sem:
-
Borg Enoks (sjá HDP Móse 7:18).
-
Hin forna borg Jerúsalem (sjá 2. Samúelsbók 5:6–7; 1. Konungabók 8:1; 2. Konungabók 9:28).
-
Nýja Jerúsalem – borg sem reist verður á síðari dögum í Jackson-sýslu, Missouri, Bandaríkjunum (sjá Kenning og sáttmálar 45:66–67; Trúaratriðin 1:10).
-
Þótt meðlimir kirkjunnar í dag safnist ekki saman á einum miðlægum stað, þá tökum við „þátt í því mikla verki að stofna Síon til undirbúnings endurkomu Drottins.“ Leiðtogar okkar hafa kennt okkur að stofna Síon og efla kirkjuna hvar sem við búum. Þetta gerum við að hluta með því að reyna að lifa eins og „Síonarfólk“ lifir. Í HDP Móse 7:18 lærum við til að mynda:
-
„Hugur [þeirra] og hjarta voru eitt.“
-
Þau lifa í réttlæti.
-
Það er „enginn fátækur meðal“ þeirra.