2021
Biskupar – hirðar yfir hjörð Drottins
Maí 2021


„Biskupar – hirðar yfir hjörð Drottins,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Prestdæmisfundur

Biskupar – hirðar yfir hjörð Drottins

Útdráttur

Ljósmynd
handaband

Biskup gegnir því mikilvæga hlutverki að þjóna sem hirðir til að leiða hina upprennandi kynslóð, þar með talið einhleypt ungt fullorðið fólk, til Jesú Krists. …

Þið gætuð spurt: „Af hverju er biskupi boðið að verja svo miklum tíma með ungmennunum?“ Drottinn hefur skipulagt kirkju sína til að framfylgja mikilvægum forgangsatriðum. Skipulagi kirkjunnar er þannig háttað að biskup hefur þar miklar ábyrgðarskyldur. Hann ber kenningarlega ábyrgð á allri deildinni, en ber líka sérstaka kenningarlega ábyrgð á prestasveitinni. …

Mörg ykkar, dýrmæta unga fólk, skiljið ef til vill ekki fyllilega hver þið eruð og hver þið getið orðið. Þið eruð þó á þeim tímapunkti að taka mikilvægustu ákvarðanir lífs ykkar. Ráðfærið ykkur vinsamlega bæði við foreldra ykkar og biskup ykkar um mikilvægar ákvarðanir sem eru framundan. Leyfið biskupinum að vera vinur ykkar og ráðgjafi.

Við vitum að raunir og freistingar steypast yfir ykkur úr öllum áttum. Við þurfum öll að iðrast daglega eins og Nelson forseti hefur kennt. Ræðið við biskup ykkar um öll mál sem almennur dómari getur hjálpað ykkur með, ásamt Drottni, að koma reglu á, til að búa ykkur undir hið „mikla verk“ sem hann ætlar ykkur í þessari síðustu ráðstöfun. … Eins og Nelson forseti hefur boðið, gerið ykkur hæf til að geta tekið þátt í æskulýðssveit Drottins!