2021
Ég má til musterisins gá
Maí 2021


„Ég má til musterisins gá,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Laugardagsmorgunn

Ég má til musterisins gá

Útdráttur

Ljósmynd
musteri

Durban-musterið, Suður-Afríku

Ég veit að musteri Drottins eru helgir staðir. Tilgangur minn með því að ræða musteri í dag, er til að auka þrá ykkar og mína til að vera verðug og reiðubúin fyrir þau auknu tækifæri sem munu berast okkur til upplifunar í musterinu. …

Ef við færum ekki nægilega hrein í musterið, fengjum við ekki skilið, fyrir mátt heilags anda, hina andlegu kennslu um frelsarann sem við getum hlotið í musterinu.

Þegar við erum þess verðug að meðtaka slíka kennslu, geta von, gleði og bjartsýni dafnað í lífi okkar, vegna musterisupplifunar okkar. Þessi von, gleði og bjartsýni hljótast aðeins með því að taka við helgiathöfnum, gerðum í heilögum musterum. Það er í musterinu sem við getum tekið á móti fyrirheitinu um ástkær fjölskyldusambönd, sem ná út fyrir mörk dauðans og vara eilíflega. …

Við vitum að eilíf hamingja okkar er háð því að við gerum okkar besta til að bjóða þessa sömu ævarandi hamingju eins mörgum skyldmennum og við getum. …

Ég hef sömu þrá til að bjóða lifandi fjölskyldumeðlimum að vekja þrá til að verða verðug þess að taka á móti helgiathöfnum innsiglunar í musterinu og virða þær. Þetta er hluti fyrirheitsins um samansöfnun Ísraels á síðustu dögum, beggja vegna hulunnar.