2021
Jesús Kristur: Sálnahirðir okkar
Maí 2021


„Jesús Kristur: Sálnahirðir okkar,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Sunnudagsmorgunn

Jesús Kristur: Sálnahirðir okkar

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús læknar mann

Hjarta mitt [fagnar] yfir því að minnast þess undraverðasta, stórkostlegasta, takmarkalausasta atburðar sem hefur gerst í allri mannkynssögunni – friðþægingarfórnar Drottins vors, Jesú Krists. …

Kristur uppfyllti vilja föðurins náðarsamlega í gegnum altæka og miskunnsama fórn hans. Hann sigraðist á broddi líkamlegs og andlegs dauða, sem heimurinn kynntist í gegnum fallið, og bauð okkur hinn dýrðlega möguleika eilífrar sáluhjálpar. …

Þó að frelsarinn hafi skilyrðislaust fjarlægt áhrif líkamlegs dauða með fórn sinni, fjarlægði hann ekki þá persónulegu ábyrgð okkar að iðrast synda okkar. …

Kæru vinir, ég ber ykkur vitni um að er við iðrumst synda okkar einlæglega, leyfum við friðþægingarfórn Krists að verða fyllilega virk í lífi okkar. …

Til viðbótar við að sjá okkur fyrir konunglegri gjöf sáluhjálpar, þá býður frelsarinn okkur hjálp og huggun er við tökumst á við erfiðleika okkar, freistingar og veikleika dauðlegs lífs, þar á meðal þær aðstæður sem við höfum verið að takast á við í núverandi heimsfaraldri. …

Þegar við komumst nær honum, felum okkur í andlega umsjá hans, munum við geta tekið á okkur ok hans, sem er ljúft, og byrðar hans sem eru léttar og þannig fundið hina lofuðu huggun og hvíld. Ennfremur munum við hljóta þann styrk sem við þörfnumst öll til að sigrast á erfiðleikum, veikleikum og sorgum lífsins sem er afskaplega erfitt að þola án hans hjálpar og lækningarmáttar.