2021
Ósanngirni sem vekur reiði
Maí 2021


„Ósanngirni sem vekur reiði,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Laugardagssíðdegi

Ósanngirni sem vekur reiði

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur

Ósanngirni [getur] virst ósamrýmanleg raunveruleika góðs, elskandi himnesks föður. Samt er hann raunverulegur, hann er góður og elskar hvert barn sitt fullkomlega. …

Stundum er ekki hægt að útskýra ósanngirni; óskýranleg ósanngirni vekur reiði. … Jarðlífið er í eðli sínu ósanngjarnt. …

… Ég lýsi því yfir af allri sorg hjartans, að Jesús Kristur skilur bæði ósanngirni og hefur mátt til lækningar. … Hann skilur fullkomlega það sem við erum að upplifa. …

… Í eilífðinni munu himneskur faðir og Jesús Kristur greiða úr allri ósanngirni. Skiljanlega viljum við vita hvernig og hvenær. Hvernig munu þeir gera það? Hvenær munu þeir gera það? Að mínu viti, hafa þeir ekki opinberað hvernig eða hvenær. Ég veit þó að þeir munu gera það. …

Við getum reynt að bíða með spurningar okkar um hvernig og hvenær og lagt áherslu á að þróa trú á Jesú Krist. …

Þegar við þróum trú á Jesú Krist, ættum við líka að reyna að líkjast honum. Við komum síðan fram við aðra af samúð og reynum að draga úr ósanngirni þar sem við sjáum hana. …

Látið ósanngirni ekki herða ykkur eða eyða trú ykkar á Guð. Biðjið þess í stað um hjálp Guðs. Aukið þakklæti ykkar fyrir frelsarann og traust ykkar á honum. …

… Trú ykkar á himneskan föður og Jesú Krist mun umbunað meira en þið fáið ímyndað ykkur. Öll ósanngirni – einkum sú sem vekur reiði – mun helguð ykkur til farsældar.