2021
Hjörtu tengd böndum
Maí 2021


„Hjörtu tengd böndum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021.

Hluti

Hjörtu tengd böndum

Útdráttur

Ljósmynd
snjallsímaskjár

Þegar frelsarinn var spurður: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“ svaraði hann: „Elska skalt þú Drottinn, Guð, af öllu hjarta þínu.“ Þessu fylgdi: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ [Matteus 22:36–39]. Svar frelsarans styrkir himneska skyldu okkar. Fornir spámenn buðu að „engar deilur skyldu vera [okkar] á milli, heldur [skyldum við] horfa fram á við einhuga, í einni trú, í einni skírn, og hjörtu [okkar] skyldu tengd böndum einingar og elsku hver til annars“ [Mósía 18:21, skáletrað hér]. …

Til ykkar, piltar og stúlkur: Það getur verið hættulegt að gera grín að öðrum er þið vaxið úr grasi. Kvíði, þunglyndi og ýmislegt verra eru oft fylgifiskar eineltis. …

Andstæðingurinn er greinilega að nota þetta til að skaða þessa kynslóð. Ekkert rúm er fyrir slíkt í netheimi ykkar, hverfum, skólum, sveitum eða bekkjum. Vinsamlega gerið allt sem þið getið til að gera slíka staði vinalegri og öruggari. …

Þegar þið auðsýnið vingjarnleika, umönnun og samúð, jafnvel rafrænt, lofa ég ykkur því að þið munið lyfta máttvana örmum og græða hjörtu. …

Við skulum gera okkar besta, sama á hvaða aldri við erum.

Þótt við leitumst við að sýna öðrum kærleika, virðingu og góðvild, munið þið eflaust verða særð eða fyrir neikvæðum áhrifum af slæmum ákvörðunum annarra. Hvað gerum við þá? Við fylgjum áminningum Drottins um að „[elska] óvini yðar … og [biðja] fyrir þeim, er misþyrma yður“ [Lúkas 6:27–28].

Þegar mótlæti og þjáningar dynja yfir okkur sökum gagnrýni, neikvæðni og jafnvel illvirkja annarra, getum við kosið að vona á Krist. Von þessi á rætur í boði hans og fyrirheiti um að „[vera vonglöð, því að hann mun leiða okkur]“ [Kenning og sáttmálar 78:18] og að hann mun helga þrengingar okkar okkur til góðs [sjá 2. Nefí 2:2].