2021
Blessum í hans nafni
Maí 2021


„Blessum í hans nafni,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Prestdæmisfundur

Blessum í hans nafni

Útdráttur

Ljósmynd
piltar útdeila sakramentinu

Tilgangur þess að meðtaka prestdæmið er að leyfa okkur að blessa fólk fyrir Drottin og gera það í hans nafni.

Það var mörgum árum eftir að ég var vígður sem djákni að ég lærði hvað það þýddi raunverulega. Til dæmis fékk ég hlutverk, sem háprestur, að heimsækja sakramentissamkomu á hjúkrunarheimili. Ég var beðinn um að bera út sakramentið. Í staðinn fyrir að hugsa um ferlið eða nákvæmnina í því hvernig ég bæri út sakramentið, horfði ég framan í hvern og einn eldriborgarann. Ég sá marga þeirra gráta. Ein kona greip í ermi mína, horfði upp og sagði upphátt: „Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir.“

Drottinn hafði blessað þjónustu mína í hans nafni. Þann dag hafði ég beðið fyrir slíku kraftaverki, í stað þess að biðja um að ég myndi sinna hlutverki mínu vel. Ég bað þess að fólkið myndi skynja elsku Drottins í gegnum kærleiksríka þjónustu mína. Ég hef lært að það er lykillinn að þjónustu og því að blessa aðra í hans nafni. …

Ég trúi því að við getum eflt prestdæmisþjónustu okkar allt okkar líf og jafnvel fram yfir það. Það fer eftir elju okkar við að reyna að þekkja vilja Drottins og viðleitni okkar í að heyra rödd hans, svo að við getum betur vitað hvað hann vill fyrir þann einstakling sem við erum að þjóna í hans nafni. Eflingin mun koma í smáum skrefum. Hún kann að hljótast smám saman, en það mun gerast.