2021
Von í Kristi
Maí 2021


„Von í Kristi,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Laugardagssíðdegi

Von í Kristi

Útdráttur

Ljósmynd
ungmenni biðst fyrir við fjallaútsýni

Bræður og systur, á þessum páskum einblínum við á hina dýrðlegu upprisu Drottins okkar og frelsara, Jesú Krists. Við minnumst hins kærleiksríka boðs hans: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.

Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ [Matteus 11:28–30].

Boð frelsarans um að koma til hans er fyrir alla, ekki einungis að koma til hans, heldur líka að tilheyra kirkju hans. …

Jesús vill að við vitum að Guð er kærleiksríkur himneskur faðir.

Vitneskjan um að við séum elskuð af himneskum föður, mun hjálpa okkur að vita hver við erum og að við tilheyrum hans miklu eilífu fjölskyldu. …

… Þrátt fyrir þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í lífinu, getum við, eins og fyrsta páskadagsmorguninn, vaknað til nýs lífs í Kristi með nýjum og dásamlegum möguleikum og nýjum veruleika, er við snúum okkur til Drottins eftir von og löngun til að tilheyra. …

Ég tala ekki um von í Kristi sem óskhyggju. Þess í stað tala ég um von sem er vænting sem verður að veruleika. Slík von er nauðsynleg til að sigrast á mótlæti, þróa andlegt úthald og styrk og vakna til vitundar um að við erum elskuð af eilífum föður og erum börn hans sem tilheyrum fjölskyldu hans. …

Gleymið aldrei að þið eruð börn Guðs, eilífs föður okkar, nú og alltaf. Hann elskar ykkur og kirkjan þarfnast ykkar. Já, við þörfnumst ykkar! Við þörfnumst radda ykkar, hæfileika, góðvildar og réttlætis.