2021
Kóvid-19 og musterin
Maí 2021


„Kóvid-19 og musterin,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Sunnudagssíðdegi

Kóvid-19 og musterin

Útdráttur

Ljósmynd
musteri

Snemma á síðasta ári tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka öllum musterum tímabundið, vegna Kóvíd-19 faraldursins og vilja okkar til að vera góðir heimsborgarar. Á umliðnum mánuðum hefur okkur verið blásið í brjóst að opna musterin smám saman aftur með varfærnislegum hætti. Musteri er nú verið að opna í fjórum áföngum, þar sem algjörlega er farið eftir reglum og öryggisvörnum stjórnvalda. …

Við erum þakklátir fyrir þolinmæði ykkar og trúfasta þjónustu á þessum breyttu og erfiðu tímum. Ég bið þess að þrá ykkar til að tilbiðja og þjóna í musterinu sé dýpri en nokkru sinni áður.

Þið gætuð velt fyrir ykkur hvenær þið getið farið aftur í musterið. Svarið er: Musteri ykkar verður opnað þegar staðbundnar reglur stjórnvalda leyfa það. …

Hafið sáttmála og blessanir musterisins efst í huga og hjarta fram að því. Verið trúföst þeim sáttmálum sem þið hafið gert.

Við erum nú að byggja upp fyrir framtíðina! …

Við viljum að hús Drottins verði jafnvel enn nær meðlimum okkar, svo þeir fái notið þeirra helgu forréttinda að sækja musterið heim eins oft og aðstæður þeirra leyfa. …

Musteri eru mikilvægur hluti af endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists í fyllingu sinni. Helgiathafnir musterisins fylla líf okkar krafti og styrk – sem ekki er hægt að gera á neinn annan hátt. Við þökkum Guði fyrir þessar blessanir.