2021
Ekki eins og heimurinn gefur
Maí 2021


„Ekki eins og heimurinn gefur,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Laugardagssíðdegi

Ekki eins og heimurinn gefur

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur sem góði hirðirinn

Ofbeldi og átök muni verða einkennandi fyrir sambönd á síðustu dögum. …

Bræður og systur, við sjáum miklar erjur, átök og almenna óháttvísi umhverfis.

Á þessum páskum skulum við reyna að iðka persónulegan frið, nýta okkur náð og græðandi smyrsl friðþægingar Drottins Jesú Krists á okkur sjálf og fjölskyldu okkar og þá sem við náum til umhverfis.

… Við [þurfum] það sem ritningarnar kalla „kraft himins“ og til að fá aðgang að þessum krafti verðum við að lifa eftir því sem þessar sömu ritningar kalla „reglur réttlætisins“ [Kenning og sáttmálar 121:36]. …

… Reglur réttlætis [fela] í sér dyggðir eins og þolinmæði, langlundargeð, mildi og fölskvalausa ást. Séu þessar reglur ekki til staðar, er víst að við munum að lokum standa frammi fyrir ágreiningi og átökum. …

… Á morgun eru páskar, tími fyrir hinar réttlátu reglur fagnaðarerindis Jesú Krists og friðþægingar hans, til að fara „fram hjá“ erjum og átökum, örvæntingu og misgjörð og að lokum fram hjá dauða. …

Þrátt fyrir svik og sársauka, misþyrmingu og grimmd, meðan hann bar uppsafnaðar syndir alls mannkyns, leit sonur lifandi Guðs niður á hinn langa veg jarðlífsins, sá okkur þessa helgi og sagði: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“ [Jóhannes 14:27]. Eigið blessaða, gleðilega og friðsæla páska.