2021
Nauðsynleg samtöl
Maí 2021


„Nauðsynleg samtöl,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021.

Sunnudagsmorgunn

Nauðsynleg samtöl

Útdráttur

Ljósmynd
stúlka með handlegg um aðra stúlku

Við getum ekki beðið eftir því að börn okkar einfaldlega snúist til trúar. Trúarumbreyting fyrir slysni fyrirfinnst ekki í fagnaðarerindi Jesú Krists. Það er ekki háð tilviljun að við verðum eins og frelsarinn. Það getur hjálpað börnum strax á unga aldri að finna fyrir áhrifum heilags anda ef við erum meðvituð í kærleika, kennslu og vitnisburði. Heilagur andi er nauðsynlegur börnum okkar til vitnisburðar um og trúar á Jesú Krist. …

Hugleiðið mikilvægi fjölskylduumræðna um fagnaðarerindi Jesú Krists, nauðsynlegra samtala, sem geta boðið andanum heim. Þegar við eigum slík samtöl við börn okkar, hjálpum við þeim að byggja grundvöll, „[öruggan grundvöll], og ef [þau] byggja á þeim grundvelli, geta [þau] ekki fallið“ [Helaman 5:12].

Þessi mikilvægu samtöl geta leitt börnin til að:

  • Skilja kenningu iðrunar.

  • Trúa á Krist, son hins lifanda Guðs.

  • Velja skírn og gjöf heilags anda þegar þau eru átta ára gömul.

  • Biðja svo og „ganga grandvör frammi fyrir Drottni“ [Kenning og sáttmálar 68:28]]. …

Þegar börn læra og þroskast mun trú þeirra vera reynd. Ef þau eru með almennilegan búnað, geta þau vaxið í trú, hugrekki og sjálfsöryggi, jafnvel mitt í sterku mótlæti.

Alma kenndi okkur að „[búa] hugi [barnanna] undir að heyra orðið“ [Alma 39:16]. Við erum að búa upprennandi kynslóð undir að verða framtíðar verðir trúarinnar, að skilja „að [þau hafi] frelsi til að breyta sjálfstætt, til að velja leiðina til ævarandi dauða eða leiðina til eilífs lífs“ [2. Nefí 10:23]. Börnin eiga skilið að skilja þennan mikla sannleik: Eilífðin er ekki sá hlutur sem þau vilja hafa rangt fyrir sér með.

Megi einföldu, en mikilvægu, samtölin við börn okkar hjálpa þeim að „njóta orða eilífs lífs“ nú, svo að þau megi njóta „eilífs lífs í komanda heimi, já, ódauðlegrar dýrðar“ [HDP Móse 6:59; skáletrað hér].