2021
„Sjá! Ég er Guð kraftaverka“
Maí 2021


„Sjá! Ég er Guð kraftaverka,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Sunnudagssíðdegi

„Sjá! Ég er Guð kraftaverka“

Útdráttur

Ljósmynd
fjallasýn

Kraftaverk, tákn og undur eru í ríkum mæli meðal fylgjenda Jesú Krists á okkar tíma, í lífi ykkar og mínu. Kraftaverk eru guðlegar athafnir, birtingarmyndir og tjáning á takmarkalausum krafti Guðs og staðfesting á því að hann sé „hinn sami í gær, í dag og að eilífu“ [Moróní 10:19]. Jesús Kristur, sem skapaði höfin, getur róað þau; sá sem gaf blindum sýn getur lyft sjónum okkar til himins; sá sem hreinsaði líkþráa getur bætt veikleika okkar; sá sem læknaði hinn lamaða getur boðið okkur að rísa upp með „kom, fylg mér“ [Lúkas 18:22].

Mörg ykkar hafa séð kraftaverk, fleiri en ykkur er ljóst. Þau gætu virst smá í samanburði við Jesú reisa upp frá dauðum. Stærðin er þó ekki skilgreinandi fyrir kraftaverk, heldur að Guð gerði það. …

Stundum vonumst við eftir kraftaverki til að lækna ástvini, snúa við óréttlátum verkum eða mýkja hjarta biturrar eða vonsvikinnar sálar. Þegar við horfum á hlutina með dauðlegum augum, viljum við að Drottinn grípi inn í, lagi það sem er aflagað. Fyrir trú mun kraftaverkið gerast, þó ekki endilega að tímaáætlun okkar eða með þeirri lausn sem við vildum. …

Drottinn minnir okkur á: „Yðar vegir [eru] ekki mínir vegir“ [Jesaja 55:8]. Hann býður: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld“ [Matteus 11:28] – hvíld frá áhyggjum, vonbrigðum, ótta, óhlýðni, áhyggjum af ástvinum, frá glötuðum og brostnum draumum. Friður mitt í glundroða eða harmi er kraftaverk.