Til styrktar ungmennum
Æðstu gjafir eilífðarinnar: Friðþæging Jesú Krists, upprisa, endurreisn
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Morgunhluti sunnudags

Æðstu gjafir eilífðarinnar: Friðþæging Jesú Krists, upprisa, endurreisn

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Fyrir mörgum árum lærðum við ritningarvers í trúarbekknum snemma morguns. Eðlilega heillaðist ég af stuttum versum. Þar á meðal var Jóhannes 11:35 – stysta vers ritninganna, aðeins tvö orð – „Jesús grét.“

Þegar Jesús grætur í hryggð og gleði, vitnar það fyrir mig um hinn undursamlega raunveruleika, að hinn guðlegi sonur Guðs kom inn í líkamlega, dauðlega tilveru og lærði samkvæmt holdinu hvernig alltaf á að vera með okkur og blessa okkur.

Þegar við hrópum af sorg eða gleði, þá skilur Jesús Kristur fullkomlega. Hann getur verið til staðar á þeim tímum þegar við þörfnumst mest gjafa eilífðarinnar – friðþægingar Jesú Krists, upprisu, endurreisnar. …

Páskar í Jesú Kristi gera okkur kleift að finna velþóknun Guðs. Heimurinn segir okkur að við séum of hávaxin, of lágvaxin, of breið, of grönn – ekki nógu gáfuð, falleg eða andleg. Fyrir andlega umbreytingu í Jesú Kristi, getum við flúið lamandi fullkomnunaráráttu. …

Áætlun Guðs um siðferðilegt og jarðneskt sjálfræði gerir okkur kleift að læra af eigin reynslu. … Í kærleika sté Jesús Kristur neðar og ofar öllu. Hann gleðst yfir guðlegri getu okkar til sköpunar og gleði, góðvildar, án vonar um endurgjald, trú til iðrunar og fyrirgefningar. Og hann grætur af sorg yfir okkar gífurlegu mannlegu þjáningu, grimmd, ósanngirni – sem er oft afleiðing mannlegs vals – og himnarnir og Guð himins gráta með mönnum. …

Þetta eru páskar í Jesú Kristi: Hann svarar þrá hjarta okkar og spurningum sálar okkar. Hann þerrar tár okkar, nema gleðitárin.