Til styrktar ungmennum
Guðlegar hjálparleiðir fyrir jarðlífið
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Sunnudagsmorgunn

Guðlegar hjálparleiðir fyrir jarðlífið

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Langöflugasta hjálp Guðs fyrir jarðlífið, fólst í því að sjá okkur fyrir frelsara, Jesú Kristi, sem myndi þjást til að greiða gjaldið og veita fyrirgefningu fyrir syndir sem iðrast er af. …

Áætlun himnesks föður sér okkur fyrir fleiri hjálparleiðum til að leiða okkur gegnum jarðneskt ferðalag okkar. Ég ætla að ræða um fjórar þeirra. …

Fyrsta er ljós eða andi Krists sem ég ræði um. Í hinni miklu kennslu sinni í Bók Morónís, vitnar Moróní í föður sinn um að „andi Krists er gefinn hverjum manni, svo að hann megi þekkja gott frá illu“ (Moróní 7:16). …

Önnur af hinum mikilvægu hjálparleiðum sem Drottinn sér okkur fyrir til að velja hið rétta, eru himneskar leiðbeiningar í ritningunum, sem eru hluti af sáluhjálparáætluninni (sæluáætluninni). Þessar leiðbeiningar eru boðorð, helgiathafnir og sáttmálar.

Boðorð skilgreina þann veg sem himneskur faðir hefur markað okkur til þróunar til eilífs lífs. …

Helgiathafnir og sáttmálar eru hluti af því lögmáli sem skilgreinir leiðina til eilífs lífs. …

Aðrar Guðs gefnar hjálparleiðir til að taka réttar ákvarðanir, eru staðfestingar heilags anda.…

Ein þýðingarmesta hjálp Guðs fyrir trúföst börn hans er gjöf heilags anda. …

Með svo margar máttugar hjálparleiðir í okkar jarðneska ferðalagi, eru það vonbrigði að svo margir eru enn ekki undirbúnir fyrir sinn tilsetta fund með frelsara okkar og lausnara, Jesú Kristi. …

Auðmýkt og traust á Drottni eru meðul gegn slíkum frávikum.