Morgunhluti laugardags
Eins og lítið barn
Útdráttur
Jesús … „kallaði til sín lítið barn, …
og sagði: „Sannlega segi ég yður: Þér komist aldrei í himnaríki nema þér snúið við og verðið eins og börn.“
„Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.“ …
Hvað var það sem fékk Krist sjálfan til að fella tár í ljúfustu sviðsmynd allrar Mormónsbókar? Hvað var Jesús að kenna þegar hann kallaði niður himneska eldsloga og verndarengla til þess að umkringja börnin og vernda þau og sagði við mannfjöldann: „Lítið á börn yðar“?
Við vitum ekki hvað olli því öllu en ég held nú samt að það hafi haft eitthvað með hreinleika þeirra og sakleysi að gera, meðfædda auðmýkt og hvað hún gæti fært okkur inn í líf okkar. …
En börn elska hann í raun, og sú elska getur færst yfir í önnur sambönd þeirra á leikvelli lífsins. Reglan er, að jafnvel á fyrstu árum, elska börn auðveldlega, fyrirgefa fúslega, og hlátur þeirra gæti brætt hið kaldasta, harðasta og bitrasta hjarta.
Þannig mætti áfram telja. Hreinleiki? Traust? Hugrekki? Persónustyrkur? …
Systur og bræður og vinir, efst á lista fallegustu mynda sem ég veit um, eru smábörn, börn og ungmenni, jafn samviskusöm og ómetanleg og þau sem við höfum vísað til í dag. Ég ber þess vitni að þau eru ímynd Guðs ríkis, blómstrandi á jörðu í öllum sínum styrk og fegurð.