Til styrktar ungmennum
Guðlegt vald, göfugir piltar
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Síðdegishluti laugardags

Guðlegt vald, göfugir piltar

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Nú í janúar, er ég sat á sakramentissamkomu, voru á annan tug ungra manna studdir til framfara í Aronsprestdæminu. Ég fann heiminn breytast undir fótum okkar.

Það sló mig að um allan heim, á tímabelti eftir tímabelti, á sakramentissamkomum sem þessum, voru tugþúsundir djákna, kennara og presta … studdir til að verða vígðir til ævilangrar prestdæmisþjónustu, sem myndi spanna lengd og breidd samansöfnunar Ísraels. …

Þessar vígslur hleypa þessum ungu mönnum af stokknum út í ævilanga þjónustu, er þeir standa sig að því að vera á afdrifaríkum tímum og stöðum þar sem nærvera þeirra og bænir og vald prestdæmis Guðs, sem þeir hafa, mun skipta miklu máli. …

Drottinn treystir handhöfum Aronsprestdæmisins í dag til að gera hið sama og þeir gerðu til forna, að kenna og framkvæma helgiathafnir – allt til að minna okkur á friðþægingu hans.

Þegar djáknar, kennarar og prestar aðstoða við sakramentið, hljóta þeir blessanir þess á sama hátt og allir aðrir: Með því að minnast sáttmálans sem þau gerðu er þau meðtaka af brauðinu og vatninu. En með því að sinna þessum helgu skyldum, læra þeir líka meira um prestdæmishlutverk sitt og ábyrgð. …

Svo háalvarlegar væntingar krefjast alvarlegs undirbúnings. …

Ég er ævinlega þakklátur fyrir að Aronsprestdæmishafar, með krafti þess, helgiathöfnum og skyldum, blessa okkur öll með lyklunum að sjálfri „þjónustu engla og fagnaðarerindi iðrunar og niðurdýfingarskírn til fyrirgefningar syndanna“ (Kenning og sáttmálar 13:1).