Til styrktar ungmennum
Traust í návist Guðs
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Síðdegishluti sunnudags

Traust í návist Guðs

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Þegar við gerum og höldum sáttmála við Guð, getum við búið að djörfung sem af andanum fæðist. Drottinn sagði spámanninum Joseph Smith að traust okkar gæti „vaxið og styrkst í návist Guðs“. …

Þegar ég tala um að hafa traust frammi fyrir Guði, vísa ég til þess að hafa traust til að nálgast Guð einmitt núna! …

Hvernig öðlumst við nú slíka fullvissu og traust? …

… Með eigin orðum Drottins, þá opna kærleikur og dyggð leið til að hafa traust frammi fyrir Guði! …

Í fyrsta lagi, kærleikur. …

Sannur kærleikur til allra manna er aðalsmerki friðflytjenda! Það er mikilvægt að við höfum kærleika í umræðu okkar, bæði opinberlega og í einkalífi. …

Við skulum biðja himneskan föður að fylla hjörtu okkar af auknum kærleika – einkum gagnvart þeim sem erfitt er að elska – því kærleikur er gjöf frá himneskum föður til sannra fylgjenda Jesú Krists. …

Við skulum nú ræða um dyggð. Drottinn býður að dyggðir prýði hugsanir okkar linnulaust. … Dyggðin gerir allt betra og gleðilegra! … Dyggðin mun leysa ykkur frá kvíðvænlegum, erfiðum hugsunum. …

… Hið mikla tækifæri frammi fyrir okkur, er að verða það fólk sem Guð vill að við séum. …

… Ég býð ykkur að taka meðvituð skref til að vaxa að trausti ykkar frammi fyrir Drottni. Þegar við síðan förum til himnesks föður með aukið traust, munum við fyllast meiri gleði og trú ykkar á Jesú Krist mun aukast. Við munum taka að upplifa andlegan kraft sem fer fram úr okkar björtustu vonum.