Til styrktar ungmennum
Vera persónulega undir það búin að mæta frelsaranum
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Laugardagssíðdegi

Vera persónulega undir það búin að mæta frelsaranum

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Þegar Nelson forseti talar um síðari komuna, er það alltaf af gleðilegri bjartsýni. Hins vegar sagði stúlka í Barnafélaginu mér nýlega að hún yrði ætíð kvíðin þegar minnst er á síðari komuna. Hún sagði: „Ég er hrædd, því slæmir hlutir munu gerast áður en Jesús kemur aftur.“

… Besta ráðið fyrir hana, fyrir þig og fyrir mig, er að fylgja kenningum frelsarans. …

Þegar dró að lokum jarðneskrar þjónustu Jesú Krists, var hann spurður hvenær hann myndi koma að nýju. …

Frelsarinn sagði fyrst dæmisöguna um meyjarnar tíu. …

Mikilvægur lærdómur þessarar dæmisögu um meyjarnar tíu, er sá að við erum vitur þegar við meðtökum fagnaðarerindið, reynum að hafa heilagan anda með okkur og forðumst blekkingar. … Við verðum að gera þetta fyrir okkur sjálf.

Frelsarinn sagði síðan dæmisöguna um talenturnar. …

Einn boðskapur þessarar dæmisögu er að Guð ætlast til þess að við eflum þá hæfileika sem okkur hafa verið gefnir, en hann vill ekki að við berum hæfileika okkar saman við hæfileika annarra. …

Að lokum sagði frelsarinn dæmisöguna um sauðina og hafrana. …

Það sem læra má af dæmisögu frelsarans um sauðina og hafrana er að okkur ber að nota gjafirnar sem okkur hafa verið gefnar – tíma, hæfileika og blessanir – til að þjóna börnum himnesks föður, einkum þeim berskjölduðustu og mest þurfandi.

Boð mitt til hins áhyggjufulla Barnafélagsbarns, sem ég nefndi áðan, og til hvers ykkar, er að fylgja Jesú Kristi og treysta heilögum anda eins og við myndum treysta góðum vini.