Kvöldhluti laugardags
Þú ert Kristur
Útdráttur
Það sem hann baðst fyrir um er ekki hægt að rita, eftir Casey Childs
Þegar Elí sonur okkar var í fjórða bekk setti bekkurinn hans upp hermistjórn þar sem hann var kosinn af jafnöldrum sínum til að þjóna sem bekkjardómari. Dag einn kom sitjandi dómari úr öðru umdæmi héraðsdóms Utah í heimsókn, klæddi Elí í embættisskikkju sína og lét síðan bekkinn sverja embættiseið. Þetta kveikti í ungri áhrifagjarnri sál Elí ástríðu fyrir laganámi og að læra um löggjafann sjálfan, Jesú Krist.
Eftir margra ára iðni og ástundun fékk Elí boð um viðtal við einn af helstu valkostum hans um laganám. Hann sagði: „… Lokaspurningin var: ‚Hvaðan fær þú þinn siðferðislega áttavita?‘ … Ég sagði að ef allt mannkyn fylgdi kenningum Jesú Krists í fjallræðunni væri heimurinn betri, friðsælli staður.“ Svo lauk viðtalinu og hann hugsaði með sér: „Þar fara æskudraumar mínir. Enginn í veraldlegu fræðisamfélagi vill heyra um Jesú Krist.“
Tveimur vikum síðar fékk Elí inngöngu og skólastyrk. Áður en hann skuldbatt sig, heimsóttum við háskólasvæðið. … Eftirtektarvert er að þegar við gengum um hið stórbrotna bókasafn og virðulega ganga þess, fundum við tilvitnanir í fjallræðuna á fánum og í steinristum.
Fjallræðan er vissulega athyglisverðasta ræða sem flutt hefur verið, brautryðjandi með kenningum sínum. Engin önnur ræða getur hjálpað okkur að skilja betur eiginleika Jesú Krists, guðlega eiginleika hans og lokatakmark okkar um að verða eins og hann. …
Við þurfum að blása ljósi Jesú Krists í hvert horn lífs okkar. …