Til styrktar ungmennum
Fyrir augum okkar
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Morgunhluti laugardags

Fyrir augum okkar

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Við erum þakklát fyrir að vera á jörðinni þegar meðlimafjöldi og áhrif kirkjunnar eru að aukast, en það sem mikilvægast er, í hjörtum og lífi meðlima hennar.

Í dag eru 367 musteri kirkjunnar á ýmsum stigum hönnunar, byggingar eða notkunar. … Bræður og systur, við erum að hraða heilagleika okkar, er við lifum verðug musterisins, er við tilbiðjum í húsi Drottins, er við gerum sáttmála við Guð fyrir okkur sjálf og í þágu áa okkar hinum megin hulunnar. …

Við sjáum Drottin hraða verki sínu á trúboðssvæðunum sínum. … Fyrir utan fjöldann, þá er andi samansöfnununar að færa sálir til Jesú Krists og fagnaðarerindis hans. …

Við sjáum Drottin hraða tækifærum til menntunar fyrir meðlimi okkar og jafnvel þá sem ekki eru okkar trúar um heim allan. …

Nú eru um 800.000 nemendur um heim allan skráðir í trúarskóla yngri og eldri deilda, metfjöldi skráðra í sögu kirkjunnar. …

Annar vettvangur sem sýnir vöxt menntunar í kirkjunni, er hið heimslæga BYU–Pathway. … Að ljúka námskeiðunum, þýðir aðgang að atvinnu og aðgangur að atvinnu þýðir betra líf fyrir fjölskyldur og fleiri tækifæri til að þjóna Drottni. …

Ég geri mér grein fyrir að mitt í gleðifréttunum um fagnaðarerindið eru þeir sem eiga í baráttu, sem hafa trúaráskoranir, efasemdir og spurningar sem virðast engin svör vera við. Bræður og systur, Jesús Kristur er svarið. Byrjið með honum. Leitið að hönd hans í lífi ykkar. Hlustið á hann. …

Vitið að hann skilur.