Síðdegishluti laugardags
Umhyggja fyrir lífinu
Útdráttur
Stundum getur mikil og kvalafull óvissa fylgt því að vernda lífið.
Tvö orð tengjast oft helgi jarðneskrar fæðingar: Líf og val. Lífið er einn dýrmætasti hlutinn af fullkominni áætlun föður okkar og samkvæmt hans tilskipun, berum við umhyggju gagnvart og varðveitum lífið; og við veljum áframhald lífs eftir getnað. Við höfum einnig í hávegum gjöf þess að velja, gjöf siðferðislegs sjálfræðis – og leggjum lið við að styrkja það réttláta val sem Guð samþykkir og færir eilífa hamingju. …
Að hlúa að og vernda líf sem enn er ófætt, er ekki stjórnmálaleg afstaða. Það er siðferðislögmál sem Drottinn staðfestir með spámönnum sínum.
… Við skulum oftar tala með trú og samúð við ungmennin á heimilum okkar og hvert við annað á fundum Líknarfélags og öldungasveitar um skírlífislögmál Drottins, helgi lífsins og umönnun ófæddra og mæðra þeirra. …
Fyrir alla sem á hlusta og hafa upplifað þann mikla sársauka og eftirsjá sem fylgir því að gangast undir eða taka þátt í þungunarrofi, hafið vinsamlega í huga: „Þótt við getum ekki breytt fortíðinni, þá getur Guð læknað fortíðina. Fyrirgefning getur hlotist fyrir kraftaverk náðarsamlegrar friðþægingar hans, er þið snúið ykkur til hans af auðmjúku og iðrandi hjarta.
Kæru bræður og systur, minnkandi elska til ófæddra barna um allan heim er alvarlegt áhyggjuefni. Guð ber umhyggju fyrir lífinu. Það er hans verk og hans dýrð að færa börnum sínum ódauðleika og eilíft líf. Sem lærisveinar Jesú Krists, berum við umhyggju fyrir lífinu.