Morgunhluti laugardags
„Nálgist mig“
Útdráttur
Stundum finnum við fyrir nálægð frelsarans Jesú Krists. Samt finnum við stundum fyrir fjarlægð frá honum í jarðneskum prófraunum okkar og þráum fullvissu um að hann viti hvað býr í hjörtum okkar og elski okkur sem einstaklinga. …
Jesús Kristur elskar hvert og eitt okkar. Hann býður upp á það tækifæri að koma nær honum. Þið munuð, líkt og með kærleiksríkan vin, gera það á svipaðan hátt, með því að eiga samskipti í bæn við himneskan föður í nafni Jesú Krists, hlusta eftir dýrmætri leiðsögn heilags anda og þjóna þá öðrum af gleði fyrir frelsarann. …
Hvert barn himnesks föður, sem hefur valið að fara inn um hlið skírnar, er á sama hátt og ástkærir lærisveinar hans undir sáttmála um að vera vitni frelsarans og annast hina þurfandi í okkar jarðneska lífi. …
Þegar þið eruð trúföst þessum fyrirheitum, munið þið komast að því að Drottinn heldur loforð sitt um að vera eitt með ykkur í þjónustu ykkar, létta byrðar ykkar. Þið munið kynnast frelsaranum og smám saman verða eins og hann og „[fullkomnast] í honum.“ Með því að hjálpa öðrum fyrir frelsarann, munið þið finna að þið komist nær honum. …
Þegar þið búið um sár hinna þurfandi, mun kraftur Drottins styðja ykkur. Armar hans verða útréttir með ykkar örmum til að veita liðsinni og blessa börn okkar himneska föður.
Allir sáttmálsþjónar Jesú Krists munu hljóta leiðsögn hans með andanum þegar þeir blessa og þjóna öðrum fyrir hann. Þá munu þeir skynja kærleika frelsarans og gleðjast yfir því að komast nær honum.