Morgunhluti laugardags
Andlega heil í honum
Útdráttur
Hinn mikli læknir mun lækna allar þjáningar okkar – líkamlegar og tilfinningalegar – á sínum tíma. En er hægt að vera heill á meðan maður bíður eftir að læknast? …
Trú á Jesú Krist vekur von. Ég finn von í því að keppa að því að vera heil – heilleiki sem verður til vegna trúar á Jesú Krist. Trú á hann eykur von mína um lækningu og sú von styrkir trú mína á Jesú Krist. Það er máttug hringrás. …
Að vera heil, þýðir að finna fullkomnun og fyllingu. Líkt og hyggnu meyjarnar fimm sem voru með lampa sína fulla af olíu þegar brúðguminn kom, getum við verið heil í Jesú Kristi er við fyllum lampa okkar með nærandi olíu trúarumbreytingar til hans. …
Okkur er boðið að miðla ljósi hans. Hafið því lampa ykkar fulla af olíu trúarumbreytingar til Jesú Krists og verið viðbúin að halda lampa ykkar hreinum og skínandi björtum. Látið síðan ljósið skína. Þegar við miðlum ljósi okkar, færum við öðrum líkn Jesú Krists, viðsnúningur okkar til hans verður dýpri og við getum verið heil, jafnvel meðan við bíðum lækningar. Þegar við svo látum ljós okkar skína skært, getum við verið glöð, jafnvel meðan við bíðum. …
Systur og bræður, svarið er já, við getum orðið andlega heil, jafnvel á meðan við bíðum eftir líkamlegri og tilfinningalegri lækningu. Heilleiki táknar ekki endilega líkamlega og tilfinningalega endurreisn í þessu lífi. Heilleiki verður til vegna trúar á Jesú Krist og trúarumbreytingar og með því að láta ljós þeirrar trúarumbreytingar skína.