Morgunhluti laugardags
Friðþæging Jesú Krists veitir fullkomna björgun
Útdráttur
Reynsla brautryðjendanna veitir Síðari daga heilögum einstakan sögulegan bakgrunn og áhrifamikla sameiginlega andlega arfleifð. …
Flestir hinna heilögu með handvagnana, upplifðu erfiðleika, en komust hjá meiriháttar hörmungum. En tveir handvagnahópar, hópur Willies og hópur Martins, tókust á við hungur og vosbúð og dauðsföll urðu mörg. …
Brigham Young forseta varð fyrst kunnugt um hina háskalegu stöðu þessara hópa 4. október 1856. …
Hann bað biskupana að útvega 60 múldýrateymi, 12 eða fleiri dráttarvagna og tæp 11 tonn af hveiti og hann lýsti yfir: „Farið nú þegar og sækið þetta fólk á sléttunni.“
Án þessara tímabæru björgunaraðgerða, hefðu miklu fleiri farist.
Án friðþægingarinnar, fáum við ekki frelsað okkur sjálf frá synd og dauða. …
Á þessari páskatíð, einblínum við á frelsarann og friðþægingarfórn hans. Friðþægingin veitir von og ljós á tíma sem mörgum virðist myrkur og drungalegur. …
Ég miðla þremur tillögum sem ég held að eigi sérstaklega við um okkar tíma.
Í fyrsta lagi, ekki vanmeta mikilvægi þess að gera það sem við getum til að bjarga öðrum frá líkamlegum og einkum andlegum áskorunum.
Í öðru lagi, takið á móti friðþægingu frelsarans af þakklæti. …
Í þriðja lagi, er leiðsögn mín sú að þið takið frá tíma til að íhuga af kostgæfni friðþægingu frelsarans. Það er hægt að gera á marga vegu í persónulegri trúariðkun okkar. Einkar mikilvægt er þó að mæta á sakramentissamkomu og meðtaka sakramentið.
Jafn mikilvæg er regluleg musterissókn, þar sem hún er möguleg. …
… Friðþæging Jesú Krists veitir fullkomna björgun frá þeim raunum sem við stöndum frammi fyrir í þessu lífi.