Síðdegishluti sunnudags
Lotning fyrir því sem heilagt er
Útdráttur
Sem lærisveinum Jesú Krists er okkur boðið að tileinka okkur gjöf lotningar í lífi okkar, til að við verðum næmari fyrir innilegri samskiptum við Guð og son hans, Jesú Krist, og styrkja um leið andlegt eðli okkar. Ef við hefðum meira af slíkum tilfinningum í hjarta okkar, væri án efa meiri gleði og dásemd í lífi okkar og minna rúm fyrir sút og sorgir. …
Því miður lifum við í heimi þar sem sífellt sjaldgæfara verður að sýna lotningu fyrir því sem heilagt er. …
… Óvirðing gagnvart því sem heilagt er, styrkir það markmið andstæðingsins að trufla okkar viðkvæmu opinberunarrásir, sem eru nauðsynlegar til að komast af andlega á okkar tíma. …
Bræður mínir og systur, lotning fyrir hinu heilaga eykur einlægt þakklæti og sanna hamingju, gerir hugann næmari fyrir opinberun og færir aukna gleði í líf okkar. Hún setur fætur okkar á heilaga jörð og lyftir hjarta okkar til Guðdómsins.
Ég ber ykkur vitni um, að þegar við vinnum að því að tileinka okkur þessa dyggð í daglegu lífi, munum við geta aukið auðmýkt, aukið skilning á vilja Guðs fyrir okkur og aukið fullvissu um fyrirheit sáttmálanna sem við höfum gert við Drottin. Ég ber vitni um, að þegar við meðtökum þessa gjöf lotningar fyrir hinu heilaga – hvort heldur í fjalli húss Drottins, í samkomuhúsi eða á heimili okkar – munum við fyllast furðu og lotningu, er við tengjumst hinni fullkomnu elsku himnesks föður og Jesú Krists.